RÚV klikkar

RÚV valdi heldur betur tímann til þess að klikka. Ætlaði að hlusta á lýsinguna á Rás2 og þetta er allt sem ég fæ:

"Vegna tæknilegra vandamála getum við ekki boðið upp á hinn venjulega dagskrárvef. Viðgerð stendur yfir."

Magnaður andskoti.  Guði sé lof að Mogginn virkar. Ég get þá alla vega fylgst með stöðunni á 30 sekúndna fresti.

Leik lokið: Váááááááaáááááaááááááááááááá. Ég trúi því ekki að við séum komin í úrslitin. Ætti ég að hlaupa um Vanoc með íslenska fánann (sem ég er með í vinnunni)? 

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaðu þetta: http://http.ruv.straumar.is/ras2.ruv.is

 Ég er að hlusta á Rás 2 á netinu...

Virkar fínt...

Kv. Leifur.

Leifur (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:36

2 identicon

KL (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eurovisionsport virkar ekki fyrir mig því ég er ekki í Evrópu. Leifur. Vildi að ég hefði fengið hlekkinn fyrr frá þér. Nú er leik lokið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 13:47

4 identicon

Klárlega!

Örn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:48

5 identicon

þetta virkaði ekki frá USA...

RÚV klikkar á ögurstundu !!!

Ingólfur (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:49

6 identicon

www.ruv.is/live

Jonas (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:49

7 identicon

Þetta var líka svona um daginn þegar það var leikur, það er bara einfalt kerfið þeirra ræður ekki við þessa traffík... bera fyrir sig bilun og viðgerð standi yfir sem er bara kjaftæði

ómar (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:52

8 identicon

er í midwest og horfði live á leikinn á http://www.nbcolympics.com

Loki (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:53

9 Smámynd: Ég

Frábær leikur (meira segja í textalýsingu)  en þetta er ömurleg þjónusta fyrir okkur í útlöndum að geta ekki haldið rúv-vefnum uppi undir álagi ... args hvað ég hefði viljað sjá/heyra þetta.

Ég, 22.8.2008 kl. 13:58

10 identicon

Neikvæðni er bönnuð eftir svona rugl, þið fáið að sjá GULL LEIK!!!

Atli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:02

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

nbcolympics er vefur NBC og virkar bara í Bandaríkjunum. Ég bý í Kanada og það er lokað á okkur.

Atli, hvað meinarðu með að við fáum að sjá gullleik? Ef kerfið getur ekki ráðið við undanúrslitin, hvernig ætla þeir að taka má móti öllum þeim sem vilja horfa á leik um gullið? Annars lítur út fyrir að CBC ætli að sýna leikinn á netinu þannig að hugsanlega fæ ég að sjá þetta í gegnum kanadíska netþjóninn - loksins.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 14:27

12 identicon

Ég horfði á leikinn á ruv.is allan tímann og ekkert ves

Ég lenti í því þegar ísland spilaði við Þýskaland að ég ætlaði að horfa á hann á ruv.is eftir að leikurinn var byrjaður en ég fékk alltaf þessa meldingu upp sem þið talið um ofar, þannig að ég kveikti á útsendingunni á ruv.is um leið og ég kom í vinnuna kl. 9 í morgunn og gat þess vegna horft á allan leikinn.

Gams (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:22

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Gams fyrir þessar upplýsingar.  Ég var nefnilega í sömu aðstöðu og þú Kristín, á sjónvarpslausum vinnustað og þar sem RÚV klikkaði þurfti ég að láta mér nægja  mbl.is lýsinguna á skjánum - sem var reyndar frábærlega vel hönnuð á þeim bæ.  RÚV hvað???   En leik um gull eða silfur á OL ætti að vera sjónvarpað um allan heim (?) - nú er bara að krossleggja fingur... 

Kolbrún Hilmars, 22.8.2008 kl. 16:16

14 identicon

Að sjálfsögðu hleypur þú um með íslenska fánann!

Elva (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband