Til hamingju Svandís

Mikið er ég ánægð að heyra að Svandís skuli vera orðin umhverfisráðherra. Svandís er og hefur alltaf verið kjarnakona og ég hef fulla trú á henni í þessu embætti.

Það er annars skrítið til þess að hugsa að ég er búin að þekkja hana í nærri tuttugu ár. Svandís var aðstoðarkennari Höskuldar Þráinssonar í kúrsinum 'Inngangur að málfræði' þegar ég var á fyrsta ári í íslensku við Háskóla Íslands. Við kynntumst síðan alveg ágætlega bæði í gegnum íslenskuna og í gegnum pólitíkina. Ég þekki þar að auki pabba hennar býsna vel, og þá sérstaklega eftir að leiðir okkar lágu saman í Winnipeg fyrst eftir að ég flutti til Kanada. Frábærar manneskjur bæði tvö.

Til hamingju Svandís.


mbl.is Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sammála,  Svandís er flott kona.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 18:39

2 identicon

Ósammála, ættu bæði að vera í einhverju allt öðru en pólitík.

Jónas Sveins (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband