Hrekkjavaka hinna fullorðnu (Öskudagur fyrir börnin)

Þetta er einfalt: Halloween verður búningahátíð hinna fullorðnu, krakkarnir sníkja nammi á öskudaginn. Algjörlega ástæðulaust að taka upp 'grikk eða gott' hefðina þó svo Halloween sé haldin hátíðleg.

Þetta er náttúrlega nóttin fyrir Allraheilagsmessu (All Saint's day, þess vegna kallað All Hallow's Eve sem styttist í Halloween)) og blandar saman hefðum frá Hátíð hinna dauðu og hátíð heiðingja í kringum uppskeruna. Sú hefð sem nú ríkir í Bandaríkjunum er samtíningur frá þessum degi víða og m.a. er hefðin að sníkja nammi frá Bretlandi og Írlandi en alls ekki frá Bandaríkjunum, enda eldri en Bandaríkin. Sama hefð tilheyrði jólum þar sem fólk gekk á milli húsa, söng jólalög og fékk gotterí fyrir, oft kallað Wassailing. Hér á landi er þetta gert á öskudaginn, nema að börnin fara í fyrirtæki í stað húsa. 

Öskudagurinn á sér langa hefð hér á landi þótt lengst af hafi siðurinn fyrst og fremst verið stundaður á Akureyri. Sjálf ólst ég t.d. upp við það að klæða mig upp á öskudaginn og syngja fyrir nammi og lá þá oft mánaða vinna að baki við söngæfingar. Öskudagurinn er okkar dagur, kominn frá Dönum líklega og við eigum að halda í hann. Ástæðulaust er að endurskapa sömu hefð, fyrir þessi sömu börn, á Hrekkjavökunni.

Því legg ég til að við höldum áfram að njóta þessarar þróunar sem er að verða hér á landi að fullorðnir klæði sig upp og fara í hrekkjavökupartý en að ekki verði tekinn upp 'grikk eða gott'-siður fyrir börnin.

Sem sagt, Hrekkjavaka handa fullorðnum, Öskudagur handa börnum.

P.S. Og "Hrekkjavaka" er fínt nafn, óþarfi að kalla þetta Halloween. 


mbl.is Grikkur eða gott mál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæra Kristín, þakka þér innilega fyrir þessa færslu. Við eigum ekki að haga okkur eins og frændur okkar Danir, sem iðuglega snobba niður fyrir sig (sjá kort !) og taka upp í móðurmál sitt oft erlend tízkuorð. Ég sá um daginn, er lesa átti nýjustu fréttir :" BREAKING NEWS "!! í stað "siste nyheder ” t.d. !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.11.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband