Stór áfangi í dómskerfinu

Þetta eru frábærar fréttir enda sennilega fáir glæpir sem eins mikilvæg er að fyrnist ekki. Sérstaklega vegna þess að þolendur eru börn sem oftast geta ekki sagt frá því sem á þeirra hlut hefur verið gert, ýmist vegna þess að þeim hefur verið hótað eða vegna þess að þau skilja hreinlega ekki eðli glæpsins. Ofan á það bætast svo skömm og hræðsla. Því er nauðsynlegt að þessi börn geti leitað réttar síns þegar (og ef) þau öðlast það sem til þarfnast til að svo gerist, hvort sem það er nægilegt hugrekki eða eitthvað annað. 

Athyglisvert annars að vændi til framfærslu hætti að vera ólöglegt? Hvað þýðir það nákvæmlega? Er vændi orðið löglegt eða er verið að færa brotið frá þeim sem selja vændi til þeirra sem kaupa það? Ég er viss um að ég get fundið upplýsingar um það einhvers staðar en í fréttinni sem ég las stóð ekkert nema að "vændi til framfærslu hættir að vera ólöglegt". Ég veit að í Kanada hefur verið rætt um að hætt að saksækja vændiskonur (og karla) og fara í staðinn að saksækja þá sem nýta sér þjónustu þeirra, svo og melludólgana. Athyglisverð hugmynd.


mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband