Getur þessi fullyrðing verið rétt?

Verður Seltjarnarnesið virkilega stærsta þráðlausa netsvæðið? Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að þetta sé rétt. Háskólasvæði víða eru með þráðlausa tengingu og mörg háskólasvæði eru töluvert mikið stærri en Seltjarnarnesið. Toronto háskóla tekur t.d. yfir gríðarlega stórt svæði og UBC er býsna stórt svæði líka. Og ég hef séð þau stærri. Er ekki bara verið að giska á að þetta verð stærsta svæðið?
mbl.is Stærsti heiti reitur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jú jú..kanski er verið að giska á það..en ert þú líka ekki bara að giska á hið gangstæða ??

 Hefur þú hugmynd um hvað Toronto háskólasvæðið  er margir ferkílómetrar,eða Seltjarnarnesið... og í þeim flestum háskólum sem ég veit um,þá verður þú að logga þig inn með lykilorði,sem gerir það ekki að "hot spot" svæði. Ellegar hefur þú hugmyd um hvort þráðlausa netið nær yfir allt svæðið,eða hvert það nær nákvæmlega ?

Þangað til....þá ert þú bara að giska á þetta jafnmikið og aðrir..

 Voromir

Voromir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kæri Voromir. Munurinn á mér og bæjaryfirvöldum er sá að  þau halda því fram að þetta verði stærsta netlausa svæðið en ég held engu fram. Ég segi einfaldlega að mér þyki ólíklegt að þetta sé rétt. Ég skil því ekki alveg hvers vegna þú sérð ástæðu til þess að benda mér á það sem ég hef þegar sagt sjálf í blogginu. Þú segir: "Þangað til....þá ert þú bara að giska á þetta jafnmikið og aðrir..." Sagði ég einhvern tímann eitthvað annað? Kannski þú ættir að lesa aðeins nákvæmar bloggið áður en þú svarar.

Í öðru leyti er það kannski rétt að flest háskólasvæði hafi sett kerfið þannig upp að maður þurfi að logga sig inn en það er alls ekki rétt í öllum tilfellum. Ég hef til dæmis verið á háskólasvæðinu í Þrándheimi og þar þurfti ekki að logga sig inn. Og í þriðja lagi þá veit ég ekki af hverju þú segir að hotspot svæði séu þannig að ekki þurfi að  logga sig inn á þeim því það hefur þurft á öllum þeim svæðum sem ég hef komið á. Stundum er hægt að fá lykilorðið frítt en stundum þarf maður að borga með kreditkorti. Og þessu svæði hafa einmitt verið kyrfilega merkt sem hotspot. Ég fór einmitt á nokkur hotspot svæði í London þegar ég var þar og alls staðar þurfti að logga sig inn.

Rosalega viðkvæmni er þetta í þér. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.10.2007 kl. 05:17

3 identicon

Það er alrangt að öll hotspot séu þannig að ekki þurfi að logga sig inn. Efast um að Voromir hafi mikið vit á þessu.

Ég nota netið mikið á ferðalögum um allan heim og það er algengara en hitt að maður þurfi að greiða fyrir netnotkun, annað hvort beinlínis (og þá með því að gefa upp kortanúmer og fá greiðslu samþykkta áður en maður getur tengst) eða með óbeinum hætti (með því að kaupa þjónustu eða aðgang að lokuðu svæði).

Hins vegar virðist manni vaxandi tilhneiging til að veita netaðgang ókeypis í von um að taka inn 'auxiliary' tekjur, en þróunin er langt frá því að vera orðin almenn. Seltjarnarnesbær á hrós skilið fyrir frumkvæðið, og síminn má skammast sín fyrir að segja ósatt til um aðgengi að 3G kerfi sínu. Vonandi tekur einhver fjölmiðill það fyrir - fyrr en seinna.

Netverji (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 07:12

4 identicon

Mér finnst ekkert nema gott að Seltjarnanes sé að taka þessa stefnu. Ég veit lítið um það hvort þetta sé stærsta 'hot spot' svæði í heimi, finnst frekar ólíklegt en það er bara mín skoðun.

Samkvæmt því sem Netverji sagði hér fyrir ofan, þá er ekkert ósatt í umsögn Símans um aðgengi að 3G kerfinu. Þú getur tekið 3G kortið úr símanum og sett í 3G netkort sem þú stingur í tölvuna þína og svo framarlega sem þú sért á 3G svæði, þá ertu með háhraðanet ekkert síðara en önnur 'hot spot' svæði. Eini gallinn er, eins og annar bloggari sagði, er að þetta er miklu dýrara. Auðvitað er það verra, en það þýðir ekki að Síminn sé að ljúga.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Sigurjón

Norwich í Englandi er með þráðlaust netsvæði um alla borg og eru allir íbúar því tengdir þráðlaust.

Norwich er 39,02 ferkílómetrar að flatarmáli og íbúar voru í fyrra áætlaðir 129.500.  Borgin sú arna er því greinilega stærri en Seltjarnarnes, hvort sem er að flatarmáli eða íbúafjölda.

Sigurjón, 31.10.2007 kl. 12:43

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Netverji, Gunnar og Sigurjón. Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Gott að sjá að mín reynsla af hotspot svæðum var ekki einstök og takk Sigurjón fyrir að staðfesta grun minn. Við Íslendingar viljum náttúrulega alltaf vera mest og best og gleymum oft að tékka á málum. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:05

7 identicon

Allt gott og blessað við þetta framtak. En ég skil nú bara ekki af hverju þessum óvita hjá sveitarfélaginu var hleypt í fréttirnar. Og skil ég enn minna í að þessi blaðamaður mbl skuli ekki hafa sinnt vinnu sinni betur en svo að nota þessa fullyrðingu í fyrirsögn fréttarinnar. Úrþví að ég hef vit á að efast um að þetta sé stærsti hotspot reitur heims þá hefði ég haldið að starfsmaður stærsta netmiðils landsins hefði átt að hafa vita á því líka.

Ægir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:27

8 identicon

Sæl öll, hef ekki gert jafn nákvæma útreikninga og Sigurjón. En ég hef líka heyrt af mjög stórum "heitum reitum" t.d. City of London og hvorki meira né minna en eitt land: Singapore. Það net átti að vera tilbúið, þó ég held ég hafi heyrt af einhverjum töfum á því.

Að minnsta kosti get ég ekki betur séð en þetta sé tómt þvaður í fréttinni.

Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:03

9 Smámynd: Mummi Guð

Þegar ég var ungur þá lærði ég þá speki að það ætti aldrei að skemma góða sögu með staðreyndum.

Þess vegna finnst mér allt í lagi að leyfa Seltirningum að halda að þeir séu með stærsta heita reit í heiminum. Við hinir vitum bara betur og brosum.

Mummi Guð, 31.10.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Einar Indriðason

Já, en... MIÐAÐ VIÐ HÖFÐATÖLU!!!!! Þá hlýtur Seltjarnarnesið að vera stærsti Heiti reiturinn?

Einar Indriðason, 1.11.2007 kl. 00:31

11 identicon

hahha ég ELSKA höfðatöluna ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:26

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einu sagði einhver að við værum með hæstu fjöll miðað við höfðatölu en þá benti einhver annar á eitthvert smáríki sem hefur enn hærri fjöll. Man ekki hvaða land það var. En það er rétt hjá Einari!!!! Hehe.

Og Mummi, það er rétt að orð Ara voru ekki góð (Hafa skal það sem sannara reynist) - við fylgjum yfirleitt reglunni: Hafa skal það sem betur hljómar! 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.11.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband