Þetta er auðvitað hundfúlt

Það sem mér finnst mest skítt við þetta er að Flugleiðir munu halda áfram að fljúga í vetur á alla staðina á austurströndinni (New York, Boston, Orlando, Halifax) en hætta einu flugunum sem fara öllu lengra (Minneapolis, Toronto). Sumir munu líklega benda á að það sé vegna þess að flugin á austurströndina séu styttri og að fleiri nýti sér þessar leiðir. Það er auðvitað rétt.

Fyrir okkur hér í vestanveðri Könöndu er þessi breyting hræðileg því hún gerir það að verkum að það er ekki mögulegt að fljúga heim á einum degi. Íslensku vélarnar lenda vanalega um fimm leytið og síðustu vélar dagsins fljúga yfirleitt á vesturströndina á svipuðum tíma. Því er ekki séns að ná tengiflugi. Stundum er hægt að ná flugi til Seattle en þá eru síðustu rúturnar til Vancouver löngu farnar og ef maður á ekki bíl þá er ekki hægt að keyra heim að loknu flugi. Þetta þýðir t.d. fyrir mig að ég þarf alltaf að kaupa mér hótelherbergi og gista yfir nótt, hvort sem væri í Seattle eða Boston/New York.

Flug í gegnum Toronto hefði breytt öllu því þeir fljúga miklu seinna til Vancouver, og Minnepolis virkar oft vel, sérstaklega t.d. fyrir þá sem búa í Winnipeg. 

Ég er að vonast til þess að komast heim um jólin. Það gæti orðið ódýrast fyrir mig að fljúga með Air Canada yfir nóttina til London (beint flug héðan) og skipta svo yfir í vél til Íslands. Ef ég flýg með Iceland Express þá hefur Icelandair þar með alveg misst viðskiptin við mig og svo held ég að sé um marga þá sem fljúga heim héðan. 

Skil ekki af hverju þeir þurfa að fljúga bæði til Boston og New York. Það er innan við klukkutímaflug þar á milli og ég get ekki ímyndað mér að Boston bjóði upp á tengiflug sem New York hefur ekki. Þeir hefðu frekar átt að halda Minneapolis leiðinni eða jafnvel Toronto. Báðir þessir staðir hafa gott tengiflug og oft á staði sem erfiðara er að ná til frá New York. 

Ókei, ókei. Ég er aðallega bara fúl hérna af því að þetta er óþægilegt fyrir mig og aðra Íslendinga í Kanada og ég er ekkert að hugsa um fjárhag Flugleiða. Þeir geta auðvitað gert það sem þeim sýnist og sem þeim hentar og það þýðir ekkert fyrir mig að væla. Ég tek því til baka allt um það að þeir ættu að gera eitthvað annað og læt bara standa að ég hefði gjarnan viljað að þeir gerðu þetta öðru vísi. 

Annars skil ég ekki af hverju þetta er tilkynnt svona seint. Þeir hljóta að vera löngu búnir að ákveða þetta því ég fékk tilkynningu um það fyrir alla vega viku, ef ekki er lengra síðan. 


mbl.is Icelandair dregur úr ferðaframboði í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Urður

Munurinn er reyndar sá að vélarnar til Boston og New York eru alltaf fullar og miðað við hvernig olíuverðið er í dag þá borgar sig ekki að fljúga leiðir sem ekki eru fullar, sad but true

Urður, 29.5.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eflaust rétt hjá þér. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.5.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband