Aldrei sátt hvort eð er

Ég horfði ekki á Óskarinn. Nennti því ekki. Hafði sjónvarpið reyndar í gangi í um hálftíma en einhvern veginn er ég búin að fá leið á keppninni. Var kannski enn minna spennt í ár en oft því undanfarna mánuði hef ég ekki haft neinn tíma til að fara í bíó og þekkti því fæstar myndanna og hafði enga skoðun. Held að Inglorious Basterds hafi verið eina myndin af þessum helstu þarna sem ég hafði séð. Oftast er ég hvort eð er svo ósátt við valið að það er kannski eins gott að hafa enga skoðun. Þá verður maður ekki svekktur.

Annars er ég svekkt yfir því að þetta lag Paul McCartneys skuli ekki einu sinni hafa fengið tilnefningu:


mbl.is Bigelow stjarna kvöldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband