Kvikmyndaborgin Vancouver

Sá enn einn frægan leikara í dag. 

Ég fór út að hlaupa í dag. Fannst ég feit og ákvað að gera eitthvað í málunum. Hljóp beina leið niður á strönd því það er ágætt að hlaupa stígana þar. Helst vil ég hlaupa í skóginum en það eru búnar að vera svo miklar rigningar að undanförnu að það er ekki hlaupandi á blautum moldarstígunum þar. Veðrið er alveg yndislegt núna og margir voru að labba eða leika sér við hundana sína niður á ströndinni. Á þessum tíma árs er gott að hlaupa þar. Á sumrin er það ómögulegt því þá er bæði svo mikið af fólki og hundum þarna og eins eru allir að grilla og mér finnst ekki gott að hlaupa með grilllykt í nefinu. Verð svo fjandi svöng við það.

Alla vega, var búin að hlaupa í nokkrar mínútur þegar ég kom að söluskýlinu á Spanish Banks ströndinni (sem er ströndin beint niður af húsinu mínu). Þar sátu þá tveir menn að spjalli. Ég sá þá bara svona út undan mér en fannst samt annar þeirra eitthvað svo kunnuglegur að ég leit beint á hann þegar ég hljóp framhjá og sá þá að þetta var Gary Chalk sem er eitt af þessum andlitum sem margir kannast við án þess að geta tengt það nafni. Hann er búinn að leika í yfir tvö hundruð bíómyndum og sjónvarpsþáttum en ég þekki hann best við úr kanadísku lögregluþáttunum Cold Squad, sem eru alveg frábærir þættir. Hann hefur líka leiki í StargateSG-1 þáttunum, sem líka eru teknir upp hér í Vancouver. Annars er það víst líklega rödd hans sem flestir myndu þekkja því hann hefur talsett alveg ótrúlegan fjölda teiknimynda.

Það er verið að taka upp alla vega fjórar bíómyndir hér þessa dagana auk sjónvarpsþátta sem eiga sitt heimili í borginni. Í síðustu viku var flugvél sprengd upp niðri á strönd (akkúrat þar sem ég sá Gary) fyrir myndina Passengers sem er verið að taka upp. Anne Hathaway er í aðalhlutverki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið væri gaman að fá að sjá Cold Squad á Íslandi!!! Þú býrð greinilega á spennandi stað!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, hér er oft gaman að vera. Og Íslendingar ættu virkilega að hugsa um það að sýna Cold Squad. Þetta eru virkilega vandaðir þættir sem eru komnir á níunda ár. Stundum skil ég ekki hvernig sjónvörpin á Íslandi fara að því að velja þætti til sýninga. Það kemur fyrir að þeir fara að sýna þætti sem voru svo lélegir að það var hætt að framleiða þá áður en þeir voru sýndir á Íslandi. VIð hér þurfum að þola sumt af þessu slæma því það er verið að sjá hvernig þættirnir eru, en á Íslandi ætti það ekki að gerast.

Og af því að ég er að tala um kanadískt sjónvarp þá skil ég ekki af hverju Ísland er að sýna hina ömurlegu þætti Trailerpark boys, á meðan þeir gætu verið að sýna hina frábæru Corner Gas. Þessir tveir þættir eru ekki einu sinni á nálægum mælikvarða. Corner Gas er einfaldlega svo miklu betri. Og myndi hæfa Íslendingum miklu betur því þeir fjalla um fólk í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla. Koma nú RÚV, kaupa Corner Gas.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.2.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er svo skrýtið að við höfum einmitt fengið að sjá fyrstu sex þættina í einhverri seríu sem síðan var hætt við að gera ... fyrir löngu! Ætli sé ekki útsala á  svona lélegu drasli?

Best að spyrja elskuna hann Gunnar Þorsteins hjá RÚV, hann getur eflaust svarað mér í sambandi við Cold Squad!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kveðja frá danmörku til vancouver. gaman að lesa.

kveðja steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2007 kl. 09:10

5 identicon

Corner gas og Cold Squad hef ég nú aldrei heyrt um, en Stargate gleypum vid KJói í okkur af áfergju.. kvedja, Helga í Oslo

Helga (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef aldrei horft á Stargate. Er það góður þáttur?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband