Þegar þýðingar misfarast

Í löndum þar sem tvítyngi er opinbert þarf venjulega að hafa allt sem kemur frá opinberum stofnunum á báðum tungumálum. Þetta á við merkingar á matvælum, upplýsingaskilti, o.s.frv. Í Kanada þarf allt t.d. að vera á frönsku og ensku, þótt víðar sé pottur brotinn.

Í Wales þarf að birta allt á ensku og velsku en yfirleitt er minna haft fyrir velska textanum en hinum enska. Þetta skemmtilega skilti, t.d. sýnir það:

 

Mis-translated bilingual road sign

 

 Eins og sést segir enski textinn: 'No entry for heavy goods vehicles. Residential site only'. Ætlunin var að velski textinn segði hið sama. Það er hins vegar ekki málið heldur segir þarna á welsku: Ég er ekki á skrifstofunni eins og er. Vinsamlega sendið efni til þýðinga'.

Málið var nefnilega það að enski textinn var sendur með tölvupósti til þýðingar og svar barst umsvifalaust. Þeir sem létu prenta skiltið gerðu ráð fyrir því að um væri að ræða velsku þýðinguna og létu prenta skiltið og setja það upp. En auðvitað var þetta ekki þýðingin heldur sjálfkrafa svar frá netþjóni þýðandans sem lét vita að hann væri ekki viðlátinn.

Já, þetta gerist stundum ef fólk passar sig ekki.

P.S. Nú ætla ég að fara að sofa en ég mun fljótlega finna tíma til að segja ykkur aðeins frá skautamótinu um síðustu helgi og frá öðru sem á daga mína hefur drifið síðan þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það varð allt vitlaust um daginn þegar Sarkosy frakklandsforseti sagði að ameríkanar myndu éta Írana áður en þeir myndu geta ráðist á aðra.

"They ar going to eat the first."  Var haft eftir honum. Það sem svo kom í ljós að hann hafði sagt: " They are going to hit them first." en franski framburðurinn þvældist eitthvað fyrir háinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"They are going to eat them first.", átti að standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband