Frábær teiknimynd - horfið endilega

Uppáhalds smásagan mín er sagan 'Hokkítreyjan' eftir kanadíska rithöfundinn Roch Carrier. Fyrir mörgum árum var búin til teiknimynd eftir sögunni og er það Roch Carrier sjálfur sem segir söguna með sínum skemmtilega franska framburði.

Sagan er um smástrák í Quebec á dögum Maurice Richard sem án efa var besti hokkíleikmaður fimmta og sjötta áratugarins. Richard spilaði með Montreal Canadiens og var átrúnaðargoð allra smástráka í Quebec. Allir áttu treyju með númer níu á bakinu og allir vildu vera Maurice Richard. 

Þegar treyja Rochs litla er orðin of lítil pantar mamma hans nýja treyju úr vörulista en því miður er það ekki rauða, hvíta og blá treyja Montreal Canadiens sem kemur upp úr kassanum heldur bláa og hvíta treyja erkifjendanna í Toronto Maple Leafs. 

En ekki lesa þetta skrifl frá mér. Horfið á myndina:

 

  Og ef ykkur fannst þetta skemmtilegt, horfið þá á nútímaútgáfu af sögunni:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar myndir, takk fyrir:)

Sigrún Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæra Kristín.

Ég var að skoða teiknimyndina þína. Mér finnst hún bráðskemmtileg fyrir utan það, að ég nýt þess að horfa á íshokký, þótt ég kunni ekki á skautum ! Maður var svo blankur sem barn og foreldrar mínir höfðu fyrir 7 börnum að sjá á sléttum verkamannalaunum. Þá var líka kreppa á Íslandi (1929-39).

En sleppum öllu krepputali. Við íbúar í Fjallabyggð fögnum því merka framtaki stjórnvalda að ljúka sprenginum í Héðinsfjarðargöngum. Það var slegið í gegn á Skírdag og næstliðinn sunnudag fengu við íbúarnir að fara í okkar fyrstu ferð í gegn. Ég gat ekki notfært mér þetta kostaboð, því að ég er staddur í Karlskrona hjá syni okkar Kristínar, Tómasi Þór, og hans fjölskyldu. Við höfum verið heppin með veður og allt það.

Biðjum kærlega að heilsa til þín í Canada, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.5.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband