Vel heppnaður afmælisdagur

Afmælisdagurinn hófst vel. Ég skreið fram úr rúmi og kíkti á tölvupóstinn. Hann var fullur af kveðjum frá vinum og vandamönnum á Íslandi, aðallega í gegnum Facebook. Fésbókinn hefur virkilega fært mann nær fólkinu sínu.

Haukur bróðir hringdi svo um sjö leytið sem var ákaflega skemmtilegt því við höfum ekki talað saman síðan um jól. Maður hringir ekki mikið á milli Íslands og Kanada nema í gengum Skype.

Í kvöld var svo partý á pöbb hér í bæ. Ég valdi bara stað og bauð svo öllum sem mér datt í hug að bjóða. Ég hugsa að það hafi sirka tuttugu og fimmt manns mætt á svæðið, flestir félagar úr vinnunni en einnig nokkrir aðrir. Ég set inn nokkrar myndanna hér að neðan svona til að sýna úr veislunni.

En sem sagt, frábær afmælisdagur. Ég hefði ekki þurft að kvíða svona. Ég er hvorki gráhærðari né hrukkóttari en ég var í gær. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Innilegar hamingjuóskir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.9.2009 kl. 13:50

2 identicon

Þetta hefur verið heilmikið fjör, synd að hafa misst af þessu. Gott að þú fékkst loks hressilega afmælisveislu :) Ég er að berja saman limruna sem þú varst að veiða eftir á feisinu og sendi þér hana prívat við tækifæri!

Rut (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband