U2 og helgarvinna

Á miðvikudaginn fer ég á tónleika með U2. Ég hef sama og ekkert hlustað á þá síðan ég var unglingur og hlustaði á The Unforgettable Fire, Joshua Tree og Rattle and Hum. En þvílíkar plötur þetta voru. U2 var pottþétt með betri hljómsveitum á níunda áratugnum - en kannski ekki svo mikil samkeppni. Ótrúlega margt lélegt á þessum tíma. 'Eg veit ekki af hverju ég ætti að hlusta á það. Ætli smekkurinn hafi ekki breyst. Ég ætlaði heldur ekki að fara á þessa tónleika og keypti því ekki miða í vor þegar þeir komu í sölu, og svo sá ég alltaf eftir því. Ég meina, þetta er U2. Þannig að þegar mér bauðst í gær að fara með vinafólki þá greip ég tækifærið.

Ég er annars í vinnunni núna. Var að prófa nokkra af sjálfboðaliðunum okkar í tungumálum. Yfirleitt læt ég aðra sjálfboðaliða um prófin um helgar en get eingöngu gert það þegar prófin eru tekin í gegnum netið heiman frá. Sumir hafa ekki nógu hratt internet, eða þeir eiga ekki míkrófón og heyrnatól, og þurfa því að koma hingað á skrifstofuna til að taka prófið. Ég þarf sjálf að sjá um slík próf vegna öryggisatriða. Annars er gott að koma hingað um helgar. Næstum enginn er að vinna og maður kemur heilmiklu í verk. Ég tók doktorsritgerðina mína með mér og hef verið að dunda við hana á meðan sjálfboðaliðarnir taka prófið. Ég held ég verði hér eitthvað áfram og vinni meira í henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Góða skemmtun á tónleikunum. Hef farið á tvenna með þeim og vart er hægt að nýta tíma og fjármuni betur að mínu mati.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.10.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Hjalti Þór Þorkelsson

Góða skemmtun.

En ég á samt bágt með að skilja dýrkunina á þessari sveit sem kallast U2!

Eru svo margar betri sveitir til en þeir,það eina sem U2 hefur umfram aðra er gríðarlega góð markaðsetning,ekki er það tónlistin!!!

Hjalti Þór Þorkelsson, 25.10.2009 kl. 10:53

3 identicon

Mikil öfund hjá mér að þú farir á síðustu tónleikana í Ameríkunni. Ég hef farið á fimm tónleika með þeim og fer á tvo til viðbótar 2010 en hef aldrei farið í Ameríku. Ég er sammála Haraldi, ekki er hægt að eyða fjármunum eða tíma sínum í betra en að fara á U2 tónleika.

Páll Karlsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband