Ólympíueldurinn leggur af stað

 Eftir einn og hálfan tíma leggur fyrsti hlauparinn af stað með Ólympíueldinn fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver næsta febrúar. Enn er óljóst hver það verður sem fær þann heiður að hlaupa fyrstur, en sá heiður kemur næstur þeim að tendra eldinn við setningu leikanna.

Eldurinn var tendraður með sólarljósi í Ólympíu, Grikklandi, í síðustu viku og grískir hlauparar hlupu með hann um landið áður en lagt var af stað yfir hafið. Nú fyrir stundu kom eldurinn svo til Kanada og mun leggja af stað klukkan 10.40 að Kyrrahafstíma. Hlaupið verður um allt Kanada og mun þetta vera lengsta slíka hlaup innan eins lands (hlaupið fyrir Beijing leikana var út um allan heim). Eldurinn mun svo koma til Vancouver 12. febrúar á næsta ári þar sem leikarnir verða setnir við heilmikla athöfn.

Það er því farið að styttast í leikana, eins og sjá má. Vinnan hjá okkur hefur stigmagnast og maður finnur fyrir því að það eru aðeins rúmir þrír mánuðir til stefnu.

Hefur annars verið tilkynnt hverjir munu verða fulltrúar Íslands á leikunum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband