Stálgítarinn

Ég verð að segja ykkur sögu sem ég las á netinu um daginn og snertir Chris Isaak og bassaleikarann hans Roly Salley. Kenney-Dale Johnson, trommuleikari hljómsveitarinnar, hélt úti bloggi fyrir nokkrum árum og skrifaði þar margt skemmtilegt.

Þeir voru í hljómsveitarútunni sem hefur þráðlaust internet. Roly var á ebay eða einhverri slíkri síðu og hafði boðið í fágætan stálgítar. Svona einn þeirra sem maður situr með í kjöltunni. Chris laumaðist þá aftast í vagninn með aðra tölvu og byrjaði að bjóða í gítarinn á móti Roly. Að lokum var það Chris sem vann og Roly var hundfúll að tapa gítarnum. Vissi ekki að Chris hafði keypt hann. Chris lét senda gítarinn til Atlanta þar sem þeir áttu að spila síðar í túrnum og ætlunin var að láta Hershel spila á gítarinn upp á sviði, svona til að stríða Roly.

 

Nema hvað, þeir eru að spila á tónleikunum í Atlanta þegar Chris stingur upp á að þeir spili hawaiiska lagið Sweet Lei lani en stálgítar er mikið notaður í hawaiiskum lögum. Þeir fara að spila lagið og Hershel spilar á gítarinn, nema hvað Roly spilar bara á sinn bassa og horfir ekkert yfir á hinn enda sviðsins þar sem Hershel er með gítarinn góða. Lagið er að verða búið og Roly tekur enn ekki eftir neinu svo Kenney kallar til hans: Hey, á hvað er Hershel að spila. Nema hvað á ensku er það tvírætt, 'what is Hershel playing' sem getur líka þýtt 'hvað er Hershel að s

pila'. Svo Roly lítur á Kenney eins og hann séð bilaður og segir: "Nú, Sweet lei lani". Og þá fyrst tekur hann eftir gítarnum. Svo Chris útskýrir brandarann fyrir áhorfendum og afhendir gítarinn sínum rétta eiganda.

Á myndinni hér að ofan eru þeir Chris og Roly saman en það er greinilegt þegar maður sér þá á sviði hversu góðir vinir þeir eru og þeir allir í hjómsveitinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband