Rauða drullan hræðir mig
6.2.2007 | 17:44
Þegar ég las Draumalandið hans Andra var lýsing hans á vinnslu súráls líklega það sem sjokkeraði mig mest. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann gefur skapast þrjú tonn af rauðri, eitraðri drullu við hvert tonn af súráli sem vinnst úr báxíti. Þrjú tonn!!! Og hugsið ykkur, slíka verksmiðju vilja menn byggja á Húsavík.
Þótt ég hafi alltaf strítt Guðrúnu Helgu frænku minni á því að Húsavíkurfjall sé lítið og ljótt þá er Húsavík fallegur bær á fallegum stað og það er hræðilegt til þess að hugsa ef nágrennið verður allt sett rauðum drullupyttum. Samkvæmt því sem segir í bókinni myndi fyllast vörubíll af þessarri drullu á þriggja mínútna fresti, allt árið um kring.
Hér áður fyrr var mér eingöngu í mun um að fá EKKI stóriðju í Eyjafjörðinn enda fallegegastur fjarða á landinu. Mér var nokk sama um hvað aðrir vildu fá til sín. En eftir að sjá þessar upplýsingar verð ég að segja að ég má ekki hugsa til þess að frændur mínir Þingeyingar láti glepjast af slíkum óhugnaði.
Hér að neðan má sjá myndir af rauðu drullunni og mengun á Jamaica frá þessarri gagnlegu síðu: http://www.jbeo.com/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En þegar álið er síðan framleitt úr súrálinu, eins og gert er hérlendis, þá puðrast 1,5 tonn af koldíoxíði út í loftið fyrir hvert tonn af áli sem verður til. Það er því orðið lítið eftir af upphaflegu hráefni þegar kemur að endanlegri afurð!
Sigurður Ásbjörnsson, 6.2.2007 kl. 17:56
Já, en umræðan um stóriðju á Húsavík hefur verið um að byggja þar súrálsverksmiðju, ekki álver.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.2.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.