Kjöt eða jeppi - hvort viltu?

Mikið hefur verið rætt og ritað um gróðurhúasáhrifin og hvernig við mannfólkið berum mesta ábyrgð á því sem er að gerast. Hins vegar berum við auðvitað ekki alla ábyrgðina. Fyrir nokkrum árum kom út lag með Arrogant Worms (kanadískum grínistum) sem heitir 'I am cow'. Þar er þetta erindi:

I am cow, eating grass
methane gas comes out my ass,
and out my muzzle when I belch.
Oh the ozone layer is thinnner
from the outcome of my dinner.
I am cow, I am cow, I've got gas.

Staðreyndin er sú að ormarnir eru ekki bara að grínast. Kýr freta og ropa metangasi, sem sagt er að sé 20 sinnum áhrifaríkara en koltvísýringur í því að snara hitann. En það eru ekki bara kýrnar sem reka við metangasi. Fólk sem borðar mikið af nautakjöti gerir það líka. Í nýlegri könnun frá Chicago háskóla voru tveir hópar bornir saman; Vegan grænmetisætur (engar dýraafurðir - sem sagt, ekki heldur ostur og mjólk) og kjötætur.  Í ljós kom að meðal kjötæta losaði út í andsrúmsloftið því sem samsvarar um 1,5 tonnum meira af koltvísýringi á ári en meðal grænmetisæta. Til þess að útskýra þetta nánar var bent á að kjötætan myndi gera svipað mikið fyrir umhverfið ef þeir hættu að éta kjöt, eins og þeir gerðu ef þeir skiptu á jeppanum sínum fyrir hybrid bíl.  Sem sagt, maturinn sem maður borðar skiptir jafnmiklu máli og bíllinn sem maður keyrir. 

Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessar nýju niðurstöður gætu hins vegar verið mikilvægar fyrir dýraverndunarsinna. Ekki aðeins værum við að bjarga dýrum með þau að éta þau ekki heldur einnig jörðinni.

Af því að ég á ekki bíl, get ég kannski réttlætt það að borða steik af og til? Alla vega er ég ekki viss um að ég sé til í það að verða grænmetisæta þrátt fyrir þessar niðurstöður. Kannski ætti maður að geta valið á milli jeppa og kjöts. Nei, Nonni minn. Þú færð bara gulrætur í kvöldmatinn af því að þú ert búinn að nota jeppann þinn í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undire með þér að það þurfi að bæta vitund um afleiðingar þess ef kjötneysla aukist frekar en hitt.  Og þetta snýst ekki bara um metanið frá meltingunni. 
Orkan ( að miklu leyti úr jarefnaeldneyti) og landsvæðið sem fer undir ræktun fóðurs og flutningar skipta miklu máli. maður lærði það nú í barnaskóla að kjöt sem mat krefst 
10 sinnum meiri  orku en samsvarndi frá grænmeti, kornum, ávexti og þess háttar.

En hver segir að þetta sé allt svart og hvítt ?  Hægt er að skipti í neyslugrannari bíl,
og/eða aka honum sjaldnar. Ekki skal gleyma að framleiðslu nýs bíls krefst töluverðar fórnir í formi mengunar og notkun auðlinda.  Fyrir suma er hægt að  leiga eða lána bíl þegar á þarf að halda.

Að sama skapi mætti hugleiða að borða minna af kjöti. Kannski  250 g kjöthakk á fjölskylduna í stað 500g, og kannski fjölga fiskmáltiðum og  máltíðum þar sem grænmeti oþh er uppístaðan ?

Hér er grein sem google fann fyrir mig sem fjallar um aðra hliðar v. vaxandi kjötneyslu :

Þá mæli ég með að pikka inn mísmundandi gildi fyrir neyslu hjá myfootprint.org ( til dæmis)

Morten Lange, 25.2.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband