Athyglisverð staða í forsetaslagnum

Repúblikanar hafa yfirleitt hlotið mun fleiri atkvæði en demókratar frá heitttrúuðu kristnu fólki og í undanförnum forsetakosningum hafa þeir t.d. fengið um sjötíu prósent atkvæða fólks úr evangelísku kirkjunni. Margir þessa, sérstaklega í hinu djúpa suðri myndu fremur sitja heima á kjördag en kjósa kandídat sem brýtur gegn lífsgildum evangelísku kirkjunnar. 

Nú eru Repúblikanar því komnir í vanda. Þeir tveir sem berjast um tilnefningu eru hinn þrígifti Rudi Giuliagni og hinn tvígifti Fred Thompson. Hvorugur þeirra fer reglulega í kirkju. Sá eini trúaði sem kemur til greina er mormóni og það myndi aldrei sitja vel í suðrinu.

Demókratar, hins vegar, munu annað hvort tefla fram Hillary Clinton eða Barak Obama, sem bæði eru enn gift æskuástinni sinni og bæði fara í kirkju á hverjum sunnudegi. 

Munu hinir heitttrúuðu kjósa trúlausa Repúblikana, trúaða Demókrata (sem þó eru hlynntir fóstureyðingum og giftingum samkynhneigðra) eða munu þeir sitja heima á kjördag? Að mínu mati er ljóst að ef þeir taka annan eða þriðja kostinn þá verður næsti forseti Bandaríkjanna Demókrati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðar pælingar þar sem ég sjálfur vissi þetta ekki um Thompson eða Rudy ... bíð spenntur eftir kosningunum ... og auðvitað forvalinu fyrst!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 00:32

2 identicon

 Ég var á staðnum þegar Bush Junior var kosinn í USA.
Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég var að ferðast um FLORiDA
- Þegar flugvélarnar skrifuðu í háloftin:

VOTE FOR BUSH
LOVE
GOD!!!

Ég hugsaði:
Er einhver ameríkani sem er svona vitlaus að meðtaka boðskapinn

Það GUÐ sjálfur hafi skrifað í háloftin.
Ég ályktaði að svo hefði ekki verið.
Eftir stendur:

Ameríkanar kusu að blóðþyrstur Texasbúi varð forseti.
Hann heitir George BUSH

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband