Óánægja með komu Paul McCartneys til Quebec

Borgin Quebec sem er höfuðborg Quebec fylkis í Kanada heldur um þessar mundir upp á 400 ára afmæli sitt. Hátíðarhöld hafa staðið yfir í marga daga og um helgina bjóða borgaryfirvöld upp á ókeypis tónleika með Paul McCartney. Æðislegt. Ef ég hefði vitað af þessu aðeins fyrr hefði ég skellt mér til Quebec enda hef ég aldrei komið þangað. Ég hef komið til Montreal en ekki til höfuðborgarinnar sem er að mörgum talin fallegasta borg landsins. Og að koma þangað á sama tíma og Paul heldur tónleika í borginni, vá.

En það er ekki vegna þessa sem ég skrifa þessa færslu heldur vegna viðbragða aðskilnaðarsinna í Quebec. Eins og sum ykkar vita kannski vill ákveðinn hópur í Quebec aðskilnað fylkisins frá Kanada. Um þetta hefur verið kosið nokkurn tímann og aðskilnaðarsinnar hafa náð ótrúlegum árangri en aldrei meiri hluta.

Það sem pirrar þá við þessa tónleika er það að Paul er enskur en ekki franskur eða fransk-kanadískur. Þeir hafa því harðlega gagnrýnt yfirvöld fyrir að bjóða upp á þessa tónleika - asnarnir.

Francois sem vinnur með mér er frá Quebec og hann er yfir sig hneykslaður á sínu fólki. Konan hans er enn reiðari og ætlaði meira að segja að skrifa bréf í blöðin gegn þessu viðhorfi. Og Paul sjálfur...þegar hann var spurður álits bað hann aðskilnaðarsinna í guðana bænum að reykja bara pípu friðarins (pipes of peace - lag á gömlu lagi eftir Paul - sjá og heyra hér að neðan).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er nú meira liðið þarna í nágrenni við þig.    Um að gera að skella sér á tónleika með goðinu. Ég myndi!!!  

Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gallinn er að þeir eru ekki í nágrenni við mig og það er allt of seint fyrir mig að komast til Quebec city núna. Það er ábyggilega um fimm klukkutíma flug þangað og ég myndi giska á að öll hótelherbergi væru full. Hefði ég vitað af þessu fyrr...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.7.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já  Ég gerði mér svo sem grein fyrir vegalengdinni enda Kanada ekkert minna land en USA :):)  Meira svona skot á bítlafan.  

Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Palli er alltaf flottur, ég vona að ég komist einhverntíman á tónleika með honum.

Sigríður Þórarinsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Frjálslyndiflokkurinn er hér kominn með lausn á tilvistarkreppu sinni, útibú í Kanada

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband