Fimmtán punktar frá mér

Ég blogga orðið svo sjaldan að ég gleymi helmingnum af því sem ég gæti sagt ykkur. Ykkur er sjálfsagt alveg sama enda flestir löngu hættir að nenna að kíkja inn. En fyrir þessa fáu sem enn koma í heimsókn þá er frá þessu helst að segja:

1. Nú er orðið hægt að fá góðar mandarínur í búðum. Það hefur verið hægt að kaupa mandarínur í sirka mánuð en fyrstu mandarínur vetrarins eru aldrei góðar. En nú eru þessar góðu sem sagt komnar í búðir og maður finnur fyrir því að jólin nálgast.

2. Búið er að breyta klukkunni vestanhafs og tímamunurinn á mér og ykkur er því núna sjö klukkutímar (er það ekki annars?)

3. Kanadadalur er núna 108,67 krónur. Hann var um 50 krónur þegar ég flutti út 1. september 1999. 

4. Ég er að hlusta á NýBylgjuna í gegnum iTunes podcast.

5. Ég mun spila utanhússfótbolta á morgun og innanhússfótbolta á sunnudaginn. Ætlast til sigurs í báðum leikjum.

6. Fór á Canucks leik í gær og sá mína minn vinna Phoenix Coyotes, lærissveina Waynes Gretzkys, 1-0. Sigurinn hefði getað verið miklu stærri því við vorum miklu betri.

7. Á þriðjudaginn er frídagur hjá okkur (Remembrance day) og við höfum verið hvött til þess að taka okkur frí líka á mánudaginn (launalaus) svo við fáum fjögurra daga helgi.

8. Mér er boðið í Ground Zero party á morgun hjá Jason Alleyne sem vinnur með mér hjá Vanoc. Ætlunin er að horfa á skíðamyndir og vonast eftir því að snjói sem mest í Whistler svo við komumst á skíði sem fyrst.

9. Ég á nýjan skíðajakka - loksins.

10. Elli, sem vinnur með mér, er fúl við mig núna því fyrir tveim vikum fékk ég koss á kinnina frá draumaprinsinum hennar. Þar sem hún á einn og hálfan kærasta finnst mér ástæðulaust af henni að vera að öfundast út í mig.

11. Í gær var hátíðadagur í vinnunni og lukkudýrin okkar komu á svæðið. Ég vildi fá mynd af mér og Quatshi, sem er uppáhaldslukkudýrið mitt, saman, en Sumi horfði á mig svo eymdarlega svo hann fékk að vera með á myndinni. Ég held því fram að þetta sé trekantur. Sumi er hrifinn af mér en ég er hrifin af Quatshi. Hverjir ætli séu í búningunum? Ég get komst af því af því að lukkudýrapabbinn er vinur minn.

12. Komst að því í kvöld að Doddi og Veiga eiga von á barni. Til hamingju krakkar!

13. Var í fúlu skapi á mánudaginn af því að ég komst að því að deildin mín þarf að flytja innan byggingarinnar Verðum áfram á fimmtu hæð en í stað bjarts svæðis með frábært útsýni flytjum við yfir í dimmt og ömurlegt horn með útsýni yfir bílasölu.

14. NýBylgjan er að spila lag eftir Megas (eitthvað um að droppa við hjá dópmangaranum). Megas alltaf flottur.

15. Ætla að leggja einn kapal í tölvunni og fara svo að sofa. Skjáumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt, bara til að láta vita að ég les þig ennþá, þó ég kvitti kannski ekki alltaf...

(Svo hefðirðu getað flækt málið aðeins meira, með því að fella úr númer úr listanum, og tví taka önnur... og sjá hversu margir hefðu tekið eftir því.)

Einar Indriðason, 8.11.2008 kl. 09:59

2 identicon

Takk takk elsku Kristín! Punktur 12 er yndislegur!

(hvernig á maður einn og hálfan kærasta....?)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf hressandi að lesa hjá þér.....kemur manni út fyrir "sjálfhverfuna"

Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég kíki alltaf við á hverjum degi.  Fastur áskrifandi skooo 

Marinó Már Marinósson, 8.11.2008 kl. 15:21

5 identicon

Alltaf gaman að lesa hjá þér Kristín, leitt með þetta númer 13!! Glatað að hafa bílasöluútsýni, nema það séu sætir strákar að selja bílana eða skoða ;)

alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband