Læknaþjónusta á Íslandi og framkoma við Íslendinga erlendis

Í dag fór ég til læknis. Ég er búin að vera með slæmt kvef síðan ég kom heim fyrir tveimur vikum og það virtist ekkert vera að skána. Græn skítadrulla í nefinu sem lekur svo niður í kok. Þetta er búið að koma í veg fyrir hinar daglegu sundferðir sem ég hafði planað. Ég fór reyndar einu sinni, ákvað að láta mig hafa það, en versnaði þá svo ógurlega að ég hef ekki þorað aftur. En sem sagt, í dag heimtaði pabbi að ég færi til læknis svo ég lét mig hafa það. Og hvað þurfti ég að borga? Yfir fjögur þúsund krónur. Bara fyrir að láta hlusta mig og síðan fá ávísun á síklalyf. Einhvern veginn finnst mér það eins og að fá kalda tusku framan í mig að þurfa að borga svona ógurlega fyrir að fara til læknis á Íslandi, bara af því að ég er í námi erlendis. Hérna er staðan:

1. Ég fæ enn að kjósa í alþingiskosningum (enn um sinn) en ekki í sveitastjórnakosninum.

2. Það er búið að taka af mér persónuafsláttinn þannig að ég borga hærri skatta en aðrir á Íslandi, þótt ég njóti almennt engrar þjónustu hér, annars en að hafa bankareikning. Reyndar mun ég ekki borga skatta hér fyrr en næst því nám mitt hefur alfarið verið styrkt af kanadískum peningum, en nú síðast fékk ég Rannís styrk þannig að ég mun fara að borga skatta á Íslandi aftur.

3. Ég fæ ekki lengur neina sjúkraþjónustu nema borga himinháar upphæðir. 'Eg er með sjúkratryggingu á vísakortinu mínu sem ætti að greiða þetta, en þar er sjálfábyrgðin svo há að það borgar sig ekki. Sjúkratryggingin mín í Kanada gæti einnig borgað þetta, en til þess þyrfti ég auðvitað að sýna kvittun á ensku og það kostar um 5000 krónur að fá kvittunina þýdda yfir á ensku af löggiltum skjalaþýðanda. Þannig að ég verð bara að borga minn fjögurþúsund kall fyrir það að fá sýklalyf (sem að auki kosta 1800 krónur).

Mér líður eins og eins og ég sé ekki Íslendingur lengur. Búið að taka af mér velflest réttindi íslenskra þegna.

Ég kannaði það aðeins hvort ég gæti ekki átt lögheimili á Íslandi á meðan ég er í námi, þannig að ég gæti haldið ákveðnum réttindum, en af því að ég fór ekki í nám beint frá Íslandi, heldur hafði verið að kenna ytra, þá var það ekki hægt. Þannig að íslenskur námsmaður erlendis sem flytur út til að læra heldur öllum réttindum á Íslandi en námsmaður sem bjó ytra fyrir hefur engin réttindi. Mér finnst það satt að segja ekki rétt. Ég hafði verið að kenna íslensku í Manitoba, og þannig að þjóna Íslandi á vissan hátt, og hefði ég ekki farið í framhaldsnám hefði ég komið heim til Íslands eftir að ég hætti kennslu. Og vonin er að fá vinnu heima þegar námi lýkur. En sem sagt, nú er þannig komið að ég nýt sama og engra réttinda á Íslandi lengur þótt ég sé íslenskur ríkisborgari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja thad er natturulega halfgerd skitalykt af thessu, og eg thekki thetta lika af eigin reynslu -enda er nu svo komid ad eiginmadurinn er ad vinna i ad lata mig fa lika italskan rikisborgararett (en halda theim islenska) til ad endurvinna amk einhver rettindi!!!

Rut 

Rut (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 17:12

2 identicon

Ja thad er natturulega halfgerd skitalykt af thessu, og eg thekki thetta lika af eigin reynslu -enda er nu svo komid ad eiginmadurinn er ad vinna i ad lata mig fa lika italskan rikisborgararett (en halda theim islenska) til ad endurvinna amk einhver rettindi!!!

Rut 

Rut (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband