Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Vantar hjálp frá bókmenntaáhugamönnum

Mörg ykkar kannast eflaust við þetta fallega ljóð Hallgíms Péturssonar Nú vil ég enn í nafni þínu. The Vancouver Chamber Choir er að fara að syngja þetta á tónleikum og bað mig um að hjálpa sér við textann og eins að kíkja á hvort lausleg þýðingin væri rétt. Gallinn er hins vegar að ég er ekki alveg viss um hvað síðasta erindið þýðir. Er einhver góður í þessu sem getur hjálpað  mér?

Nú vil ég enn í nafni þínu
náðugi Guð sem léttir pínu           <- á þetta ekki örugglega að vera pínu?
mér að minni hvílu hallað                 Það var þínu í textanum sem ég fékk
og heiðra þig fyrir gæsku alla.           en í ensku þýðingunni virðast þeir
                                                       halda mínu.

Þáða&#39; af þér á þessum degi,
því er skylt ég gleymi eigi;
en ég má það aumur játa,
angri vafinn sýta&#39; og gráta.

Móðgað hef ég margfaldlega
mildi þína guðdómlega.
útslétt mínar syndir svartar,
sundur kramið lækna hjarta.

 

Hin lauslega þýðing sem einhver gerði hljómar svona (hún á ekki að hljóma sem ljóð, bara svo söngvararnir viti hvað  þetta þýðir):

Now I want in your name
dearest God who lightens mine        < ég held að &#39;eases pain&#39; væri betra út af &#39;pínu&#39;
to lay me down to rest again
I honor you for all your kindness.

I accepted you on this day
and promise never to  forget you
but dear me, I must confess I am
surrounded by worries, sadness and crying.

Many times I have offended
your divine mercy.
My sins are black
and my  heart is black.

Mér finnst síðasti hlutinn á þýðingunni lengst frá merkingunni en hvað segir í ljóðinu? Eina merkingin yfir útslétta sem ég þekki er sú að jafna. Getur varla verið sú merkingin hér. Og er merkingin í síðustu línunni að lækna sundurkramið hjarta? Er það þá Guð sem gerir það?

Það er ekki furða þótt ég hafi valið málfræðina yfir bókmenntirnar á sínum tíma. Hef ekkert gaman af því að rýna í svona torf. 

Þigg hjálp.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband