Fćrsluflokkur: Pepsi-deildin
Til hamingju stelpur
7.8.2009 | 22:21
Frábćrt ađ sjá Akureyrarstelpur standa sig svona vel í fótboltanum. Ţćr sitja nú í fjórđa sćti deildarinnar og ég held ađ ţađ geti ekki hafa gerst oft.
Einhverra hluta vegna hefur Akureyskum stelpum jafnan gengiđ illa í fótbolta. Fyrst var ţví kennt um ađ bćrinn vćri of lítill fyrir tvö liđ og ađ Ţór og KA ćttu ađ spila saman. En fyrst eftir sameininguna gekk ekkert mikiđ betur.
En nú virđist öldin önnur. Ég sé ekki oft fréttir frá stelpunum en ţegar ég heyri eitthvađ ţá er ţađ yfirleitt um velgengni liđsins.
Ég gerđist eitt sinn svo merkilega ađ spila meistaraflokksleik međ Ţór. Ţá var ég átján ára og hafđi sama sem engan skipulagđan fótbolta spilađ ef frá er talinn hluti af sumri ţegar ég var tólf ára. Ţá spilađi ég svolítiđ međ fimmta eđa sjötta flokki stráka. Ţá voru engar stelpur ađ spila fótbolta.
Ţegar Ţór loksins kom međ kvennabolta var ég á kafi í frjálsum íţróttum auk skíđaíţróttarinnar svo ég lét boltann eiga sig ţangađ til ţetta ţarna sumar. Ég fór á ćfingar og voru ţá fyrir ţarna stelpur sem voru búnar ađ ćfa í nokkur ár og voru auđvitađ miklu betri tćknilega. En ég hljóp hratt og var í góđu formi eftir skíđin og frjálsarnar svo ég fékk tćkifćri til ađ spila í fyrsta leik sumarsins - ađeins nokkrum vikum eftir ađ ég byrjađi ađ ćfa. Ég kom inná sem varamađur og spilađi sjálfsagt einar fimmtán eđa tuttugu mínútur. 'Eg spilađi ekki vel. Ég var sett í vörn sem hefur aldrei veriđ mín sterkasta hliđ. Stađsetningin var aldrei góđ. En ég gerđi svo sem engin stór mistök og bar ekki ábyrgđ á marki.
Ţetta reyndist minn eini leikur í meistaradeild kvenna á Íslandi ţví á nćstu ćfingu ţar á eftir lenti ég í samstuđi viđ samherja, ökklinn í köku og fótboltaferillinn búinn, nćstum áđur en hann hófst.
Síđan liđu fimmtán ár áđur en ég reimađi aftur á mig skóna og gekk í liđ í Vancouver sem gamlingi. Búin ađ spila í sex ár og hef alltaf jafn gaman af ţví.
En ţetta átti ađ vera fćrsla um Ţór/KA. Enn og aftur, gaman ađ sjá hvađ stelpunum gengur vel. Áfram Akureyri.
P.S. Fyndiđ ađ sjá ađ myndin sem fylgir fréttinni sýnir Valsstelpur fagna sínu eina marki. Hefđi ekki veriđ viđ hćfi ađ sýna frekar sigurvegarana?
![]() |
Ótrúlegur sigur Ţórs/KA á Val |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |