Hilmar Örn tilnefndur til Genie verðlauna

Ég var að kíkja á tilnefningarnar til kanadísku Genie verðlaunanna, sem eru óskarsverðlaunin hérna hjá Kanadamönnum. Kvikmynd Sturlu Gunnarssonar Bjólfskviða fékk þrjár tilnefningar, og þar á meðal var Hilmar Örn Hilmarsson tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni. Þetta var sjálfsagt í íslenskum fréttum fyrir löngu en ég vissi ekki af þessu fyrr. Gleymdi alveg að fylgjast með að þessu sinni.

Því miður fékk Hilmar ekki verðlaunin heldur Jean Robitaille

Hinar tilnefningar myndarinnar voru  þessar: Jan Kisser er tilnefndur fyrir það sem á ensku kallast cinematography og Jane Tattersall, Barry GIlmore, David McCallum, Donna Powell og Dave Rose eru tilnefnd fyrir hljóðblöndun. Þessir aðiljar töpuðu líka.

Í öðrum fréttum af Genie tilnefningum ber að nefna að Stephen McHattie var tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Það veit ábyggilega enginn Íslendingur hver Stephan McHattie er nema ég, en ef einhverjir muna eftir þáttunum um Emily of New Moon þá get ég nefnt að hann var frændinn. Hann var líka Frank Coscarella í Cold Squad þáttunum sem ég hef áður minnst á á þessu bloggi. Ég byrjaði að horfa á Cold Squad út af McHattie. Hann er virkilega góður leikari.

Og góðu fréttirnar.....Hann VANN.  

Miðað við tilnefningar eru helstu kanadísku kvikmyndirnar þessar

Maurice Richard/The Rocket = 13
og
Bon Cop, Bad cop = 11

Bon Cop, Bad cop var hins vegar valin besta myndin. 

Ég hef hvoruga séð enda fer lítið fyrir kanadískum myndum í bíóhúsum. Vanalega komast þær á kvikmyndahátíðar en sjaldan í almenna sýningu. Kanadamenn vantar hreykni Íslendinga þegar kemur að heimilisiðnaði. Heima fara allir á íslenskar bíómyndir. Ég er ánægð með það. 


Bloggfærslur 13. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband