Ólympíuundirbúningur á lokastigi
15.1.2010 | 06:56
Ólympíuleikarnir nálgast óðum. Nú er innan við mánuður í setningaathöfnina og við sem vinnum í blaðamannahöllinni erum komin á fullt. Við opnuðum á fyrir tveim dögum og höfum nú þegar tekið á móti stórjöxlum eins og Reuters og Ghetty Images. Smám saman munu skrifstofur fylltast og blaðamönnum fjölgar í almenna rýminu. Á morgun kemur fylkisstjórinn í heimsókn, nokkrum dögum á eftir samgönguráðherra, og við búumst við alls konar fólki í heimsókn.
Við erum fyrsti hópurinn sem fer af stað og því þau fyrstu í einkennisbúningum. Undanfarna daga hef ég keyrt í vinnuna en á morgun ætla ég að taka strætó. Undirbúningsnefndin hefur hvatt alla starfsmenn til að nota almenningssamgöngur á morgun til að sýna gott fordæmi, enda munu samgöngur borgarinnar lamast þegar leikarnir hefjast. Hluta miðbæjarins verður til dæmis lokað, svo sem götum í kringum blaðamannahöllina, hokkíhöllina, og fótboltahöllina þar sem leikarnir fara fram. Og af hverju er ég allt í einu að tala um umferðina í tengslum við einkennisbúninginn? Jú, af því að ég þarf að sitja í strætó í einkennisbúningunum, sem allir vita að er búningur Ólympíuleikanna, og það er hellingur af fólki í borginni á móti leikunum, og sem hafa jafnvel staðið í skemmdaverkum til að mótmæla. Ég vona að ég lendi ekki í neinum þeirra.
Ég reyni að leyfa ykkur að fylgjast með af og til en það verður líklega ekki oft sem ég hef tíma til að skrifa. Vinnudagurinn er orðinn langur og vinnuvikurnar ná nokkurn veginn endum saman. En það er aldrei að vita nema maður geti skotist í að blogga af og til.
Á myndinni er ég í einkennisbúningnum og með aðgangspassann um hálsinn. Ég stend beint fyrir utan skrifstofuna mína og í baksýn má sjá þann hluta blaðamannahallarinnar þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafa sitt athvarf.
Athugasemdir
Ég endurtek óskir til þín um magnaða leika. Njóttu þeirra sem best, lærðu sem mest og leiktu þér sem oftast! Ég hlakka til að heyra hvernig leikarnir verða og vona auðvitað að allt gangi sem best hjá ykkur. Við hugsum til þín :)
Rut (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:37
Vona innilega já að þú verðir ekki fyrir skemmdum, án búnings eða í! Íslenskan annars allt í lagi í þessum pistli eins og raunar í þeim flestum hjá þer.
Magnús Geir Guðmundsson, 21.1.2010 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.