Opnunarhátíðin

Í gær fór ég niður í BC Place þar sem opnunar- og lokunarathafnir Ólympíuleikanna fara fram. Verið er að byggja sviðið og almennt gera svæðið tilbúið. Það var rosalega skemmtilegt að sjá þetta ég get varla beðið eftir opnunarathöfninni. Bannað var að taka myndir því allt sem þarna gerist er auðvitað leyndarmál. Ég mun vinna við hátíðina - sé um að IOC fólkið finni sér sæti. Ah, mikið á eftir að verða gaman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

LOKAathöfn eða hátíð nægir.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.1.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Maggi minn. Það er ljótt að setja út á tungumál fólks sem talar ekki íslensku nema einu sinni í viku.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.1.2010 kl. 00:37

3 identicon

Sæl Kristín,

geturðu haft samband við mig á netfangið ylfa@mbl.is ? Ég hef áhuga á að fá þig til að segja mér stuttlega frá borginni sem þú býrð í. Ég útskýri betur í tölvupósti.

Kv. Ylfa blaðamaður á Morgunblaðinu.

Ylfa (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gangi þér vel:)

Halldór Jóhannsson, 23.1.2010 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband