Aðeins um hokkí

Það er orðið langt síðan ég hef skrifað um hokkí enda lítið bloggað svona almennt í vetur. En ég ákvað að setja inn eina færslu eftir stórkostlegan árangur liðsins míns í dag. Eftir slæma byrjun gegn Toronto Maple Leaves lentum við undir 0-3 og þjálfarinn tók aðalmarkmann liðsins (og einn besta markmann í heimi) úr markinu og lét varamarkmanninn spila. Það skemmtilega við það er að varamarkmaðurinn, Andrew Raycroft, er fyrrum leikmaður Toronto og þeir ákváðu að kaupa hann út úr samning við liðið, sem þýðir að hann er í raun enn á launaskrá hjá þeim þótt hann spili nú fyrir okkur. Raycroft þakkaði fyrir sig með því að loka markinu og framherjarnir ákváðu að hjálpa til og skoruðu fimm mörk í röð. Lokastaða: Canucks 5 - Maple Leafs 3.

Sedin bræðurnir eru orðnir fyrsta klassa leikmenn. Þeir áttu fimm stig í kvöld og samherji þeirra á fyrstu línu, Alex Burrows, hafði þrjú. Átta stig hjá einni línu er frábært. Ég sagði eitt sinn að þeir væru annarrar línu leikmenn. Það hefur breyst. Þeir eru orðnir svo miklu betri en þeir voru fyrir þrem árum þegar ég fór fyrst að fylgjast með. Það verður erfitt að stoppa Sví á Ólympíuleikunum eftir tvær vikur. Sérstaklega ef Bengt-Ake Gustafsson finnur góðan mann til að spila með þeim á hægri kanti.

Liðið hefur annars staðið sig ótrúlega vel undanfarna mánuði. Eftir slaka byrjun þar sem þeir lentu langt á eftir Calgary í baráttunni um efsta sætið í norðvestur riðli þá hafa þeir nú átta stiga forskot á þá og leik til góða. Reyndar fór Colorado á góða ferð líka og er aðeins tveim stigum á eftir okkur svo ekkert má klikka. Við sitjum svo í þriðja sæti vesturdeildar á eftir Chicago og San Jose. Markmiðið nú er að vinna norðvestur riðil og tryggja þannig gott sæti í fyrstu umferð um Stanleybikarinn. Næsta markmið er svo að komast lengra en í fyrra, það er, komast í þriðju umferð og helst alla leið.

Reyndar tekur nú við erfið barátta því næstu þrettán leikir eru á útivelli (samanlagt fjórtán leikir í röð þar sem leikurinn í dag var í Toronto). Þetta er sjálfsögðu vegna Ólympíuleikanna en leikið verður í íshokkí karla á heimavelli Canucks. Fjórtán leikir í röð á útivelli er erfitt. Erfiðara í hokkí en t.d. fótbolta því alls konar reglur eru heimaliði í hag. Til dæmis þurfa gestirnir að skipta um leikmenn á undan heimaliðinu sem þýðir að þjálfari heimaliðs ræður því vanalega hverjir leika gegn hverjum. En ég hef trú á mínum mönnum og á fullt eins von á því að þeir komi út úr þessari ferð vel yfir .500.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þetta Stína, var að sinna öðrum málum í kvöld, svo þín Canucks frétt um gengi liðsins var fyrsta frétt um gengi við Maple Leaves.

Þetta er sannarlega ótrúlegt winning streak sem okkar menn eru á núna, og við erum "happy" so far.

Búin að fara á nokkra live leiki, allir unnir svo var kannski farin að halda að þetta snerist eitthvað um mína nær eða fjarveru,  svo er náttlega ekki, eins og leikurinn í kvöld sýnir.

Næsta mánuð verður "hockey" allt um Go Canada Go, þó við æpum í laumi yfir velgengni Svía sem hlýtur að verða þó nokkur, með hálft Canucks liðið innanborðs, ekki satt Stína!

Bestu kveðjur í Olympíuþorpið

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 07:30

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, þeir hafa staðið sig frábærlega. En já, þú hélst sem sagt að þetta snerist um þína nærveru??? Ég held það hafi meira með mig að gera. Hef ekki séð tapleik á GM Place í tvö  ár. Þeir vinna alltaf þegar ég mæti. Hey, við höfum greinilega báðar þessi áhrif. Þeir þurfa að gefa okkur ársmiða og taka okkur með á útileiki. Þá vinna þeir bikarinn.

Ég skila kveðju í þorpið næst þegar ég er þar. Annars er ég vanalega í blaðamannahöllinni. Hef bara þurft að skjótast aðeins í þorpið undanfarið til að sjá til þess að allar græjur í Chefs salnum séu rétt settar upp.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.1.2010 kl. 16:32

3 identicon

Þetta er í alvörunni besta færsla sem ég hef séð á moggabloggi, ever!

Gaman að sjá svona hokkýnördisma. Við erum nokkrir félagar búnir að stofna hokkýklúbb þar sem við hörfum á leiki á næturnar á öldurhúsi einu.

Ægir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 16:46

4 identicon

Góð færsla!

Ég sá reyndar ekki þennan leik. Alltaf gaman að sjá Leafs tapa fyrir Kanadaliðum. Eins og Ægir segir þá erum við nokkrir glerharðir hokkílúðar sem fylgjum grant með málum og Canucks hátt skrifaðir á okkar listum.

Aldrei að vita nema maður fari á Canucks leik. Þá til að sjá Devils eða Sens kremja þá...MÚHAHAHAHA!

En fáranlega gott streak undanfarið og góðir fighters í þessu liði. Ég held yfirleitt með Canucks. 

Birkir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 17:14

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitið strákar. Gott að heyra af klúbbnum ykkar. Ég mæti þegar ég flyt heim, hvenær sem það verður. En bíddu, náið þið eitthvað að sjá NHL leiki?

Birkir. Við spilum á móti Ottawa á fimmtudaginn. En við höfum nú hugsað okkur að vinna þá, svo og Montreal sem við spilum við á þriðjudag. Alltaf gaman annars þegar kanadísku liðin spila hvert á móti öðru. Sérlega á milli austurs og vesturs.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 03:04

6 identicon

ESPN America er á Skjánum, og við erum svo heppnir að geta horft á þetta saman á knæpu.

Leikirnir eru heldur seint, en maður lætur sig hafa það, höfum aðalega séð East Coast leiki útaf tímamismuninum, þar sem að þeir leikir byrja á miðnætti og hinir kl 3. sumir eru reyndar það harðir að hinkra eftir West Coast leikjunum.

Maple Leafs er eflaust umtalaðasta liðið á okkar bæ, grey kallarnir, vona að það lagist eitthvað með þessum nýju 3 mönnum sem þeir voru að kaupa,

Ægir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Burke er svona Ferguson í hokkí. Óþolandi karakter en veit hvað hann er að gera. Held að Calgary hafi pissað í skóinn sinn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.2.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband