Mikill maður fallinn

Það voru miklar sorgarfréttir sem buðu mér góðan daginn að þessu sinni. Góður vinur minn Neil Bardal er látinn. Ég kynntist Neil strax fyrstu dagana sem ég bjó í Winnipeg enda mikil sprauta í menningarlífi Vestur-Íslendinga í Manitoba. Hér var á ferðinni ákaflega góður og duglegur maður sem alltaf lét mig finna hversu velkomin ég var í hóp Íslendinga á svæðinu. Á meðan ég bjó í Winnipeg fórum við af og til í kaffi saman og við héldum stopulu bréfasambandi eftir að ég flutti burt af sléttum.

Mig langar að skrifa langa minningargrein um hann svo ég geti sagt ykkur öllum frá því hversu dásamlegur Neil var, en í gær vann ég í sautján tíma, ég hef aðeins fengið fjögurra tíma svefn og ég þarf að vera mætt í vinnu niðri í bæ eftir 50 mínútur. Þannig að ég verð að láta þessi örfáu orð duga.

Vertu blessaður Neil minn. Ég veit að Guð mun geyma þig.


mbl.is Neil Ófeigur Bardal látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Kærleikskveðja....

Halldór Jóhannsson, 13.2.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Já, mikill maður fallinn, maður fyllist alltaf lotningu þegar maður heyrir og sér hvað allt þetta fólk af íslenskum ættum hugsar til Íslands og er stolt af því, ég hef spjallað við tengdadóttur Nial á netinu, Leslie gift Nial yngri, og sagði hún mér að brúðkaupsferðin þeirra hafi verið til Íslands og þau hefðu farið alla leið í Svartárkot.

Hallgrímur Óli Helgason, 13.2.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband