Kanada vinnur sitt fyrsta gull
15.2.2010 | 14:32
Kanadamenn eru í skýjunum eftir að Alexandre Bilodeau vann gull í mógul keppni karla, og þar með fyrsta gull Kanadamanna á heimavelli. Hvorki leikarnir í Montreal né Calgary sáu kanadískt gull. Stemningin var ótrúleg, bæði í Vancouver og Whistler, og það var greinilegt að allir voru himinlifandi yfir árangrinum. Við hlæjum stundum af því hversu æstir Íslendingar verða þegar íslenskum íþróttamönnum gengur vel - ég held það sé ekkert sér íslenskt, flestar þjóðir eru svo. Það er eitthvað sérstakt við það að sjá landanum ganga vel, hverrar þjóðar sem maður er.
Annars hefur ótrúlega margt farið miður nú þegar á þessum leikum: lát Georgíska luge keppandans, frestun í bruni og tvíkeppni, ásamt fjölmörgum æfingum frestað, snjóleysið í Cypress, skemmtaverk mótmælandi í miðbænum... Ég skrifa kannski meira um þetta allt en nú verð ég að ná strætó og koma mér í vinnu.
Athugasemdir
Sael Kristín,
Gaman ad sjá fleiri íslendinga vinna ad thessum skemmtilega atburd og skemmtilegt bloggid thitt, ég vinn hjá OBS. Rakst á nafnid thitt í einum af emailunum (og sá tha jóhannsdóttir), út af pressu fundinum í dag:)
Bestu kvedjur,
Elín
Elin (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 11:04
Blessuð Elín. Hafði ekki hugmynd af öðrum Íslendingi þarna. Fyrstu þú ert með OBS, ertu staðsett í IBC? Ég er í MPC. Við verðum endilega að fá okkur kaffi einhverntímann. Skrifstofan mín er ICS skrifstofan á annarri hæð, við hliðina á Quadra.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.2.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.