Sjokkerandi úrslit í hokkí - Rússland og Svíþjóð úr leik.
25.2.2010 | 07:33
Vá, klikkaður dagur í hokkí. Stórþjóðirnar Svíþjóð og Rússland slegnar úr keppni í hokkí. Að mínu mati tvær af þremur bestu hokkíþjóðum í heimi. En hvorugt lið spilaði nógu vel í dag. Kanada lagði Rússa að velli 7-3 og sigurinn var aldrei í hættu. Svíþjóð tapað óvænt fyrir Slóvökum 3-4, en Slóvakar hafa heldur betur staðið sig. Töpuðu reyndar fyrir Tékkum í fyrsta leik en unnu svo Rússa í vítakeppni - í leik sem ég var á. Ég var reyndar mjög hrifin af Slóvökum í þeim leik og þeir hafa frábær menn eins og Gaborik, Hossa, Demetra og Halak.
En sem sagt, eftir tvö daga leika Kanadamenn við Slóvaka og ég verð að halda með mínum mönnum og spá þeim sigri. Finnar leika svo við Bandaríkjamenn. Finnar ættu að vinna þann leik að mínu mati en Bandaríkjamenn hafa náð að vinna alla sína leiki hingað til án þess að hafa spilað endilega sérlega vel, þannig að þeir gætu haldið áfram að hafa heppnina með sér. Ég spái því Bandaríkjamönnum sigri.
Það þýðir að Kanada spilar við Bandaríkin um gullið, endurtekning á gullleiknum í Salt Lake City fyrir átta árum. Þá sigruðu Kanadamenn og ég leyfi mér að spá því að svo fari einnig að þessu sinni.
---
Þetta var annars góður dagur fyrir Kanadamenn, sem auk þess að vinna Rússa fengu gull og silfur í tveggjamanna bobsleðakeppni kvenna, silfur í skautaboðhlaupi kvenna á stuttri braut, og brons í 5000 m kvenna á langri braut. Verðlaunin eru því orðin fimmtán, og Kanadamenn enn í fjórða sæti í verðlaunakeppninni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.