Lokadagur Ólympíuleika
28.2.2010 | 19:15
Lokadagurinn er runninn upp og þvílíkur dagur! Stórleikur Kanada og Bandaríkjanna í hokkí. Endurtekning á gullleiknum í Salt Lake City 2002. Og ég vona svo sannarlega að þessi leikur fari alveg eins og þá því Kanadamenn unnu þá gullið eftir rúmlega fimmtíu ára kaldan kafla án þessa eftirsóttu verðlauna. En Bandaríkin hafa ungt og hratt lið og frábæran markvörð og þetta verður ekki auðvelt.
Fólk var farið að raða sér upp fyrir framan bari klukkan sjö í morgun til að tryggja sér fjörugan stað til þess að horfa á leikin.
Ég aftur á móti, vona að ég fái tækifæri til að horfa á sjónvarpið en ég verð því miður að vinna við undirbúning lokahátíðarinnar svo ég hef ekki hugmynd um hvort ég næ að sjá lokaleikinn eða ekki. Arg.
Klukkan hálf átta í kvöld er blaðamannafundur og að honum loknum er vinna mín við Ólympíuleikana sama sem búin. Á mánudaginn þurfum við að flytja allt dótið út úr blaðamannahöllinni og yfir í UBC, og á þriðjudag hefst vinna við Ólympíuleika fatlaðra.
Athugasemdir
Já og þvílík spenna í 50km göngunni áðan sat sem límdur í góða tvo tíma og heijaði a mitt gamla land sem svo vann á síðustu metrunum
Jón Arnar, 28.2.2010 kl. 19:54
Sæl og blessuð
Vetrarolympíuleikarnir hafa verið hreint frábærir nú eins og svo oft áður.
Tek undir með Jóni Arnari hér að ofan að spennan í 50 km göngunni var nærri óbærileg. Við góluðum hér á bæ einnig.
Í fyrsta sinn hef ég fylgst með krullu og það kom mér virkilega á óvart hversu skemmtileg íþrótt þetta er og reyndar hversu gömul þessi íþótt er.
Sendi bestu kveðjur vestur um haf.
Ásta B (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:14
Gaman að lesa að þér þyki leitt að vera að vinna við undirbúning lokahátíðarinnar!
Því miður hef ég misst af alltof miklu af þessum leikum vegna þess að ríkissjónvarp Ítalíu hefur ekki staðið sig í stykkinu -hef þurft að fylgjast með beinni lýsingu á netinu fyrir margt af því sem ég hef verið spenntust fyrir! En mikið hlakka ég til að heyra hvernig það var að upplifa þetta í fyrstu persónu :)
Rut (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:06
Ég óska þér og Kanadisku þjóðinni til hamingju, fröken með OL í heild og sigurinn í kvöld ekki hvað s´síst!
Megi OL fatlaðra sömuleiðis ganga vel!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2010 kl. 01:40
Sæl Stína
Gaman að sjá þig þarna í mýflugumynd á Ólympíuleikunum. Er alveg sammála með úrslitin í íshokkí - náðum bara fyrsta hluta og þurftum svo út í rútu til að fara á lokahátíðina!! Reyndum að fylgjast með stöðunni í símanum.
Kanadamenn og þið hin sem unnuð að undirbúningi eigið stórt og mikið hrós skilið - allir sem einn brosandi við vinnuna hvernig svo sem veðrið sveiflaðist til. Get bara sagt takk fyrir mig. Sjáumst síðar.
Munda (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:37
Takk fyrir kveðjurnar öll sömun. Munda, sömuleiðis.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.3.2010 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.