Að Ólympíuleikum loknum

Á morgun verða Ólympíuleikar fatlaðra settir í Vancouver og það þýðir að pásan mín er búin. Ja, pásan sem ég hélt ég myndi hafa. Ég hélt ég fengi rúmlega viku frí á milli leika en fríið varð að tveim dögum sem aðallega fóru í að sofa og horfa á sjónvarp. Þurfti á því að halda að gera ekkert.

En sem sagt, á morgun verða leikarnir settur og því verð ég að drífa í því að skrifa aðeins um Ólympíuleikana sem ég hef sama og ekkert sagt um hingað til. 

Hér kemur listi af ógleymanlegum atburðum leikanna:

  • Þegar mannfjöldinn á opnunarhátíðinni stóð upp og fagnaði Georgíska liðinu sem fyrr þann dag kvaddi fallinn félaga, Nodar Kumaritashvili.
  • Armurinn sem ekki kom upp á opnunarhátíðinni.
  • Gullverðlaun Alexanders Bilodeau, fyrstu gullverðlaun Kanada á heimavelli (engin gull unnust í Montreal og Calgary).
  • Ævintýri í blaðamannahöllinni.
  • Andrúmsloftið í miðbæ Vancouver á hverju einasta kvöldi á meðan á leikum stóð.
  • Bullið í Appolo Ohno eftir að hann var réttilega dæmdur úr leik í skautahlaupi.Bronsverðlaun Joannie Rochette, örfáum dögum eftir að móðir hennar lést.
  • Klikkaðir og frekir Rússar.
  • Koss Charles Hamelin og Marianne St-Gelais eftir að Hamelin sigraði í 500 m skautahlaupi.
  • Jöfnunarmarkið sem Bandaríkjamenn skoruðu þegar 24 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma í gullviðureigninni í hokkí.
  • Sigurmark Sidney Crosby í framlengingu stuttu síðar.
  • Að fá tækifæri til að sjá Neil Young, Nickelback og Alanis Morrissette á innan við klukkutíma.
  • Gangan frá BC Place að blaðamannahöllinni eftir lokaathöfnina.
  • Fjórtán gull fyrir Kanada, flest gull nokkurrar þjóðar á vetrarólympíuleikum.

Þessir dagar hafa verið eitt samfleytt ævintýri, og besti parturinn er eftir. Hjá mér eiga næstu tíu dagar eftir að verða enn betri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Heilt ævintýri fyrir þig,og heldur enn áfram með Ol fatlaðra,þar sem gleðin er algjörlega í fyrirrúmi:):)

Sefur bara síðar betur vinkona:):)

Gat því miður ekki fylgst með Ol nema í býflugumynd,bara synd...

Bestu kveðjur og góða skemmtun áfram:)

Halldór Jóhannsson, 12.3.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband