Að Ólympíuleikum loknum
12.3.2010 | 05:10
Á morgun verða Ólympíuleikar fatlaðra settir í Vancouver og það þýðir að pásan mín er búin. Ja, pásan sem ég hélt ég myndi hafa. Ég hélt ég fengi rúmlega viku frí á milli leika en fríið varð að tveim dögum sem aðallega fóru í að sofa og horfa á sjónvarp. Þurfti á því að halda að gera ekkert.
En sem sagt, á morgun verða leikarnir settur og því verð ég að drífa í því að skrifa aðeins um Ólympíuleikana sem ég hef sama og ekkert sagt um hingað til.
Hér kemur listi af ógleymanlegum atburðum leikanna:
- Þegar mannfjöldinn á opnunarhátíðinni stóð upp og fagnaði Georgíska liðinu sem fyrr þann dag kvaddi fallinn félaga, Nodar Kumaritashvili.
- Armurinn sem ekki kom upp á opnunarhátíðinni.
- Gullverðlaun Alexanders Bilodeau, fyrstu gullverðlaun Kanada á heimavelli (engin gull unnust í Montreal og Calgary).
- Ævintýri í blaðamannahöllinni.
- Andrúmsloftið í miðbæ Vancouver á hverju einasta kvöldi á meðan á leikum stóð.
- Bullið í Appolo Ohno eftir að hann var réttilega dæmdur úr leik í skautahlaupi.Bronsverðlaun Joannie Rochette, örfáum dögum eftir að móðir hennar lést.
- Klikkaðir og frekir Rússar.
- Koss Charles Hamelin og Marianne St-Gelais eftir að Hamelin sigraði í 500 m skautahlaupi.
- Jöfnunarmarkið sem Bandaríkjamenn skoruðu þegar 24 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma í gullviðureigninni í hokkí.
- Sigurmark Sidney Crosby í framlengingu stuttu síðar.
- Að fá tækifæri til að sjá Neil Young, Nickelback og Alanis Morrissette á innan við klukkutíma.
- Gangan frá BC Place að blaðamannahöllinni eftir lokaathöfnina.
- Fjórtán gull fyrir Kanada, flest gull nokkurrar þjóðar á vetrarólympíuleikum.
Þessir dagar hafa verið eitt samfleytt ævintýri, og besti parturinn er eftir. Hjá mér eiga næstu tíu dagar eftir að verða enn betri!
Athugasemdir
Heilt ævintýri fyrir þig,og heldur enn áfram með Ol fatlaðra,þar sem gleðin er algjörlega í fyrirrúmi:):)
Sefur bara síðar betur vinkona:):)
Gat því miður ekki fylgst með Ol nema í býflugumynd,bara synd...
Bestu kveðjur og góða skemmtun áfram:)
Halldór Jóhannsson, 12.3.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.