Fótboltavertíðin hefst.

_mg_4703.jpg

Í kvöld spiluðumvið (Vancouver Presto) fyrsta fótboltaleik sumarsins. Við spiluðum á móti Vancouver Geckos en þær lentu í þriðja eða fjórða sæti í deildinni í vetur (og við vorum nokkkuð lægri!!!). Því miður töpuðum við leiknum. Við komumst ekki almennilega í gang fyrr en í seinni hálfleik en á meðan við spiluðum illa náðu þær að skora þrjú mörk á móti aðeins einu frá okkur. Við bættum við í seinni hálfleik en leikurinn endaði samt 3-2. Ég skoraði bæði mörkin okkar og er þokkalega ánægð með það. Það hefði verið gott að bæta við einu svo við gætum jafnað en það fór ekki þannig. Í fyrra sumar töpuðum við aðeins tveimur leikjum eða svo þannig að kannski er þetta bara dæmi um að fall er fararheill. 

 Fjórar nýjar stelpur spiluðu með okkur. Ein þeirra, Lisa, er frá Englandi og hefur aldrei spilað áður en er mikill fótboltaaðdáandi (Arsenal) og hefur andað að sér fótboltaloftinu frá fæðingu. í sínum fyrsta leik var hún þegar orðin betri en sumar stelpurnar okkar sem eru búnar að spila í þrjú ár. Hún sýndi mikli betri skilning á leiknum og var hörku dugleg líka. Sú á eftir að verða góð. Ég spái því að ef hún spilar með okkur næsta vetur þá verði hún orðin svaka góð næsta vor. Okkur veitir ekki af fleiri góðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband