Til hamingju Erna

Fráært hjá stelpunni. Kannski ekki margir keppendur en hún stóð sig samt vel. Í þessari viku verður haldin smásamkunda í Íslendingahúsi henni til heiðurs en ef ég man dagskrána mína rétt þá er ég á kvöldvakt það kvöld og kemst ekki. En best ég athugi það betur.

Vil annars benda á að á myndinni sem fylgdi þessari frétt (sjá hér að ofan) má sjá foreldra Terry Fox, hlauparans kanadíska sem hljóp yfir hálft landið áður en hann lést úr krabbameini. Ég skrifaði um þetta afrek fyrir nokkrum mánuðum. Sjá hér. Foreldrar hans gengu með eldinn inn á leikvanginn á setningarathöfninni. 


mbl.is Erna varð ellefta í Vancouver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Erna auðvitað, asnaðist til að rangnefna hana að neðan. Hins vegar var hún því miður dæmd úr leik eftir keppnina, afar leitt.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ha, var hún dæmd úr keppni? Það vissi ég ekki. Ég hafði því miður ekki tíma til að fylgjast með henni af því að þegar hún keppti þá var keppni í gangi hjá mér í hokkí. Það er erfitt að fylgjast með öðrum keppnisstöðum nú þegar ég er á keppnisstað sjálf. Þetta var auðveldara á Ól þegr eg var í blaðamannahöllinni af því að það voru sjónvörp alls staðar þannig að maður gat fylgst með öllu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.3.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég sá Ernu í gærkvöldi enda þekki ég hana frá því að ég bjó fyrir austan. Hún er svaka dugleg og flott stelpa. Foreldar hennar hafa líka staðið eins og klettar á bak við hana í þessu; alveg frá því að hún var smástelpa. Pabbi hennar fór t.d. endalaust með hana upp í fjall til að æfa. :)

Marinó Már Marinósson, 15.3.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband