Kanada tapar fyrir Japan a Olympiuleikum fatladra

Kanada tapadi i sledahokki i dag i fjogurra lida urslitum gegn Japan. Her eru allir i sorg. Enginn skilur hvernig thetta gat gerst. Their unnu Nordmenn 6-0, Svia 10-1 og Sviss 4-0. Og svo thetta. Leikurinn endadi 3-1 eftir ad Japan skoradi i tomt mark Kanada a lokaminutunni. Eg trui thessu varla enn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Japanir hafa orðið glaðir. Áttu þeir skilið að vinna?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, þeir grétu af gleði. Enginn bjóst við að þeir næðu svona langt - síst þeir. Hvort þeir áttu skilið að vinna? Ég sá mjög lítið af leiknum af því að ég var á fundi megnið af leiknum, en mér skilst á þeim sem horfðu að markvörður Japana hafi verið frábær og að hann hafi haldið þeim inni í leiknum lengst af. Kanada hefur almennt séð miklu betra lið en kannski vanmátu þeir Japani, eða kannski var þetta slæmi leikurinn sem öll lið leika af og til. Kom á slæmum tíma.

Á morgun leikur Kanada við Norðmenn um bronsið og á laugardaginn leika Bandaríkin og Japan um gull.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.3.2010 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband