Vika liðin

Nú er liðin vika frá síðasta vinnudegi mínum. Á þeim tíma hef ég

  • sofið fram að hádegi flesta daga
  • gert íslensku skattskýrsluna mína (auðvelt) og þá kanadísku (flókið - eins og alltaf)
  • sótt um atvinnuleysisbætur
  • Lagað til (en ekki enn þrifið almennilega með vatni og sápu)
  • farið í lokapartý VANOC (æðislegt)
  • spilað fyrsta fótboltaleik sumarvertíðar (já, hefst snemma hér)
  • búið til myndabók um Ól fatlaðra
  • farið í gegnum vinnutölvuna og skilað henni (tók um það bil 10 klukkutíma að sortera í gegn og vista yfir á disk það sem ég þarf að halda utan um)
  • borgað reikninga og sinnt ýmsum bankamálum
  • eytt nokkrum dögum á náttfötunum
  • spilað óteljandi kapla á tölvunni

Set að lokum inn mynd af okkur Deb með forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. Eins og sjá má á svip okkar beggja þá vorum við báðar eins og út úr kú þegar við vorum dregnar fyrir framan forsætisráðherra og látnar stilla okkur upp með honum. Hann er sá eini brosandi á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anda inn, anda út, anda inn, anda út...mér heyrist þú ekki aldeilis hafa verið aðgerðalaus þótt hluta þessa tíma hafi verið eytt á náttfötunum! Ég mæli svo með að nota kalda blásturinn á hárblásaranum til að dusta rykið af ritgarðinni!

Ertu annars viss um að svipurinn þinn á myndinni hafi ekki eitthvað með stjórnmálaskoðanir Harpers og skoðanir þínar á honum, að gera?

Rut (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 07:48

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú þekkir mig vel mín kæra. Jú, ætli ég hefði ekki verið kátari ef forsætisráðherra hefði verið vinstrisinnaður.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.3.2010 kl. 00:00

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hélt að þú ætlaðir að segja, að þú hefðir verið glaðari á svipin ef hann hefði verið ónefndur svartklæddur að jafnaði þjálfari í vissri ónefndri íþrótt, en nú ber að ofan og þið í bikiníi, stödd á ströndinni?!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.3.2010 kl. 00:19

4 identicon

óborganlegur Magnús :)))))))

Það eru augljóslega fleiri sem þekkja Stínu vel ;)

Rut (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:02

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hahaha. Já, það er rétt. Rut er greinilega ekki sú eina sem þekkir mig. Og mmmmmmmmm....gleymdi mér rétt sem snöggvast.....Alaiiiiiiiiin!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.3.2010 kl. 21:20

6 identicon

Þú hefðir nú ekki verið lengi að ná í skottið á Al ef hann hefði slysast til að vera þarna léttklæddur á leikunum!

Rut (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 11:25

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hahaha. Good try.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, það kannski orðum aukið, þó vissulega sé mér örlítið kunnugt um sumt!En "Vita meir og miklu betur" væri mér ekkert sérstaklega fráhrindandi tilhugsun!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.4.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband