Ekki rétt með farið

Ég verð nú aðeins að fá að leiðrétta þessa frétt enda farið með rangfærslu í fréttinni.

Í fyrsta lagi, það er ekkert sem bendir til þess að maðurinn hafi verið taugaveiklaður. Hann var augljóslega taugastrekktur en það er allt annað en taugaveiklaður. En þetta er spurning um merkingu orða.

Um beina rangfærslu er að ræða í þessari setningu:

"Þegar hann kom út og gerði sér ljóst að móðir hans biði ekki eftir honum sturlaðist hann."

Hann kom aldrei út þar sem mamma hans hafði beðið. Eftir að hann tók farangurinn sinn og fór í gegnum vegabréfaskoðun fór hann aldrei út í gegnum tollinn og og þar af leiðandi aldrei út á svæðið þar sem fólk bíður eftir ferðalöngum. Hann vissi ekki hvert hann átti að fara. Og hann sturlaðist ekki við það að koma eitthvert og sjá að móðir hans beið ekki eftir honum. Eftir tíu klukkutíma bið á flugvellinum varð hann æ taugastrekktari og óhamingjusamari uns hann fór að henda húsgögnum. Allan þann tíma var hann á svæðinu þar sem farið er í gegnum toll- og vegabréfaskoðun. Ef hann hefði bara farið út um dyrnar fram í móttöku þá hefði allt farið að óskum, en hann fór aldrei þar í gegn. Hann lést inn á svæðinu þar sem hann hafði beðið allan daginn.

Ég er annars fegin að móðir hans mun fá bætur. Það er ljós á öllum viðtölum við lögregluna að þeir brugðust rangt við og þeir hafa logið út í gegn í vitnaleiðslum.


mbl.is Lögreglan greiðir skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Ekki lýgur mogginn,,,,

Eða er þetta alt hauga gýgi sem þar stendur ,,,,,,

Sigurður Helgason, 1.4.2010 kl. 20:48

2 identicon

Kanada og norður ameríka voru draumurinn hans, hann beið í 7 ár eftir að komast þangað aðeins til þess að enda týndur á flugvellinum í 10 klukkustundir... á barmi taugaáfalls, ráðviltur, þyrstur, svangur og hunsaður af öllum reyndi hann að fá athygli aðeins til að vera drepin með rafbyssum af öryggisvörðum flugvallarins..

Það eina sem RCMP hafði svo að segja var "Sorrý"

okli (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Íslenska lögreglan vill ólm fá rafbyssur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.4.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Verð að koma hér með spurningu til OKLI... Hún er svona: Hvernig getur þú verið viss um að það séu RCMP sem voru að verki???

Það eina sem ég finn er VPD (Vancouver Police Department) RCMP er eins og nafnið gefur til kynna Royal Canadian Mounted Police, þeir sjá um löggæslu á svipuðu stigi og FBI gerir fyrir sunnan þá að undanteknum nokkrum stöðum í Kanada.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 1.4.2010 kl. 23:36

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kaldi, Okli hefur rétt fyrir sér. RCMP sér um löggæslu á flugvellinum en ekki VPD.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þakka upplýsingarnar Kristín. Ég hafði greynilega fengið rangar upplýsingar og er það því leiðrétt.

Enn og aftur Takk og Gleðilega Páska

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2010 kl. 00:53

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Verði þér að góðu Kaldi. Svona til frekari upplýsinga þá er það rétt hjá þér að RCMP löggreglan sér um löggæslu á svipaðan hátt og FBI í Bandaríkjunum, en að auki þá sjá þeir um löggæslu á alþjóðasvæðum eins og t.d. flugvöllum. Þeir eru líka fylkislögregla í öllum fylkjum nema Ontario og Quebec, sem hafa sína eigin fylkislögreglu (manstu eftir merkinu OPP á Sgt. Peppers búningi Paul McCartney? Það stóð fyrir Ontario Provincial Police) og það þýðir t.d. að yfirleitt eru þeir eina löggæslan í dreifbýli og minni bæjum og þorpum allra fylkja nema þessa tveggja. Stóru borgirnar hafa svo hins vegar eigin löggæslu svo sem Vancouver Police Department, o.s.frv. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2010 kl. 02:13

8 Smámynd: Snjalli Geir

Dómsmálaráðuneytið og lögreglan eiga þessar raf-byssur til á lager.  Þær eru löngu komnar til landsins.  Þessu er ekki neitað af yfirvöldum.  Þeir eru bara að bíða eftir tækifærinu sem "réttlætir" notkun þeirra.  Svo er bara að bíða eftir fyrsta dauðsfallinu og sýknudómi í Hæstarétti.

Snjalli Geir, 2.4.2010 kl. 08:37

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hihi... Ég á einmitt í safni mínu merki með skamstöfuninni OPP, og reyndar fleirri merki frá Kanadískum löggæslustofnunum. Tek fram að ég safna merkjum frá löggæslustofnunum um allann heim ásamt öðrum merkjum frá t.d. Herjum Tollgæslu og fleirri aðilum.

RCMP er með löggæslu allstaðar nema þá að ég held á tveimur stöðum í Kanada. Það er Ontario og Quebec.

Fann þá svo þegar ég fór að leita... Snilld þetta internet...

http://www.rcmp-grc.gc.ca/

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2010 kl. 10:16

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú hefðir þá haft gaman að því að vera hér á Ólympíuleikunum í Vancouver. Hingað komu lögreglumenn alls staðar að úr landinu og til að spara peninga þá fengu þeir ekki sérstakan klæðnað heldur voru einfaldlega klæddir í lögreglubúningana frá eigin löggæslu. Maður fór í mat og sá alla þessa mismunandi búninga. Fyndnast var þegar Toronto lögreglan stóð vaktina úti í sínum þykku Toronto búningum sem ætlaðir eru fyrir 30 stiga frost, en í staðinn voru þeir í fimm stiga hita og rigningu. Þeir játuðu það að þeim væri býsna heitt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2010 kl. 16:46

11 identicon

Var hann óhamingjusamur?

Steini (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 18:19

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hann? Pólverjinn? Eða Toronto lögreglan?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband