Jakob með gull og silfur á alþjóðamóti unglinga á skíðum

Ég leitaði og leitaði í íþróttafréttum Morgunblaðsins að frásögn af frábærum árangri Jakobs Helga Bjarnasonar á Whistler móti unglinga nú um helgina en fann ekkert. Fann hins vegar frétt um að Íslendingur hefði skorað mark í annarri deildinni þýsku. Jakob sigraði svigið og varð annar í stórsviginu og þar sem þetta var mjög vel metið alþjóðlegt FIS mót þá er ég nokkuð viss um að þetta marki besta árangur sem nokkur Íslendingur hefur unnið á erlendri grun í skíðaíþróttinni. Ef það er ekki nógu gott til að skrifa um þá veit ég ekki hvað er.

Ef Mogginn skrifaði um árangur Jakobs og ég var soddan klaufi að finna það ekki þá bið ég hér með afsökunar. Ef hins vegar hefur ekki verið skrifað neitt um þennan frábæra árangur stráksins þá mæli ég með að úr því verði bætt hið fljótasta.

Lofa að blogga um mótið um helgina við fyrsta tækifæri en nú er ég farin í háttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Gaman að sjá að þú heldur þjóðinni upplýstri um þennan merka árangur. Skíðafélag Dalvíkur (Jakob er þar skráður) sagði frá þessum árangri... http://skidalvik.is/news.php?story=1559

Annars um leið og ég klikkaði á linkinn þinn á mbl.is sá ég að það var kominn frétt um þetta hjá þeim, þannig að þú hefur vakið íþróttafréttaritara mbl:)

vel gert.

Steinþór (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband