Frábært hjá strákunum, og takk Moggamenn

Frábært að heyra hversu vel íslenska liðinu gengur á mótinu. Þegar tekið er tillit til þess að aðeins þrjú lið eru í landinu þá finnst mér þeir standa sig ótrúlega vel. 

Annars er ástæða þess að ég skrifa hér fyrst og fremst sú að sýna þakklæti. Af því ég hef svo oft skammast í Moggamönnum þegar mér finnst þeir ekki segja nógu vel frá þá er nú ástæða til að þakka hversu vel þeir hafa greint frá hokkímótinu þessa daga, svo og Íslandsmótinu undir lok vetrar. Í fyrra átti ég í stökustu vandræðum með að finna nokkurs staðar á netinu upplýsingar um leikina íslensku, og nú er þetta allt annað líf. Takk fyrir það.

Vil líka þakka fyrir það hversu vel Moggamenn bregðast yfirleit við þegar maður skammar þá aðeins fyrir seinaganginn með ýmsar fréttir. Á sunnudagskvöldið skrifaði ég til dæmis um það að ekkert hefði verið birt um árangur Jakobs Helga Bjarnasonar á skíðamóti hér í Whistler og þegar ég vaknaði morguninn eftir var komin frétt um það. Það gæti svo sem hafa verið tilviljun og ekkert haft með mig að gera, en fréttin kom og það skiptir.

Okkur er of tamt að skammast yfir því þegar betur má fara en ekki alltaf nógu dugleg við að hrósa þegar við á. Ég sé ástæðu til að hrósa Moggamönnum fyrir það að þeir virðast virkilega taka tillit til þess sem lesendur segja og bloggarar skrifa.


mbl.is Risaveldið lá í valnum í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband