Af hverju er brúðkaup yngri systurinnar brúðkaup ársins?

Ég veit svo sem ekki mikið um sænsku konungsfjölskylduna, og hafði meira að segja gleymt því að þessi yngri systir væri til, en það sem ég erfitt með að skilja hér, og kannski getur einhver útskýrt það fyrir mér: Ef krónprinsessan sjálf er að fara að gifta sig í júní í sumar, hvernig stendur á því að sænska prinsessan lýsti fyrirhuguðu brúðkaupi yngri systurinnar sem brúðkaupi ársins? Hvers vegna er það brúðkaup talið merkilegra en brúðkaup verðandi drottningar landsins?

Talandi annars um skandínavískt kóngafólk. Noregsprinsessa kom tvisvar sinnum til okkar í UBC á meðan Ólympíuleikum fatlaðra stóð. Með henni var hópur fólks og þar á meðal aðstoðarmenningarmálaráðherra landsins. Lítið fór fyrir prinsessunni en fólkið sem var með henni var það frekasta og leiðinlegasta sem við þurftum að eiga við. Þau voru að reyna að smygla sér inn á svæði þar sem þau máttu ekki vera og þrátt fyrir að margoft væri búið að banna þeim að fara þarna þá mátti maður ekki snúa við þeim baki, þá voru þau búin að stelast inn á svæðið. Og ráðherrann var með þeim verstu. Kerlingarálft. Það var miklu auðveldara að eiga við Hollandsprinsessu og yngsta Bretaprins sem einnig heimsóttu okkur.


mbl.is Aflýsir brúðkaupi ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband