Smá landafræðikennsla

Í frétt um að flugfélögin fari fram á bætur vegna gosins segir:

Askan úr gosinu hélt áfram að dreifa úr sér og meira í vesturátt yfir Norður-Atlantshafið til Kanada, Nýfundnalands og Grænlands.

Mig langar að benda fréttaritara á að Nýfundnaland hefur verið hluti af Kanada síðan 1949, þannig að það er ekki mjög gáfulegt að segja að askan hafi dreifst til Kanada OG Nýfundalands. Um leið askan kemur til Nýfundnalands er hún komin til Kanada. 

 


mbl.is Flugfélögin fara fram á bætur vegna eldgossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh snap!  Komið með alovera handa fréttamanninum.

Lárus Olgeir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:04

2 identicon

Þú ert mjög klár að vita þetta!

Og veist væntanlega líka hvar Nýfundnaland liggur?

Mér þykir fréttnæmt að vita að askan sé komin alla leiðina þangað þó að þér dugi að eingöngu sé nefnt Kanada.

Hvort felur nú í sér meiri upplýsingar um dreifingu öskunnar að nefna Nýfundnaland til sögunnar (þótt það tilheyri Kanada) eða ekki?

En gott samt að þú sért með landafræðina þína á hreinu!

Yrpa (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:05

3 identicon

svona til að settla málin, þá hefði jafnvel verið hægt að orða þetta einhvern vegin svona: "... til Nýfundnalands og einnig til annarra hluta Kanada..." :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Lárus og Helga. Ég er ekki að kvarta undan því að þeir nefna Nýfundnaland. Ég er að kvarta yfir því að fréttamaður veit greinilega ekki að Nýfundnaland er í Kanada. Þar að auki má líka benda á að Nýfundnaland er það fylki sem liggur næst Íslandi og það hefði því þótt mjög fréttnæmt ef askan hefði komist til dæmis til Quebec án þess að koma til Nýfundnalands.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.4.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband