Hvatning

Þessa dagana reyni ég að sitja við og vinna við ritgerðina mína en það er oft erfitt að einbeita sér þegar veðrið er gott og margt annað skemmtilegra hægt að gera en að skrifa. Svo ég reyni að finna mér ástæður til þess að halda áfram. Ein er sú að hugsa um þá stund þegar ég fæ að stíga upp á svið Chan Centre (þar sem Sigurrós spilaði í fyrra), í ljótum  og fornaldarlegum búningi, og taka við prófskírteini úr hönd rektors. Þess vegna hef ég hengt þessa mynd uppá vegg hjá mér sem nokkurs konar hvatningu.

 http://ubcdelphi.net/gradpic.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hvatning hjá þér. Annars er ég forvitin að vita hvað þessi fótspor með krossinum eru að gera á gólfinu...var nokkuð vonda stjúpan úr Mjallhvít (sem var látin dansa á glóandi skóm) að taka við doktorsnafnbót við Vancouverháskóla? Hm...

Rut (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Leiðbeiningar fyrir útskriftarnema sem þurfa að sýna steppdans áður en þeir fá skírteinið sitt. Ég hafði annars ekki hugsað út í það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.4.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, væri mjög spennandi að vita hvernig gamlar skíðadrottningar standi sig í steppdansi og það með undirstöðu í fótbolta líka?!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er nú ekkert upplífgandi búningur. :) En áfram samt; allt tekur þetta enda.

Marinó Már Marinósson, 28.4.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband