Tvífarar

Muniði eftir ævintýra myndinni Princess Bride og leikaranum Cary Elwes sem lék aðalhlutverkið þar, sveitadrenginn Westley. Nýlega hef ég verið að sjá leikara poppa upp í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem er alveg eins og Cary Elwes nema stærri og þreknari. Þetta ruglaði mig í fyrstu...hafði Cary Elwes verið í sterum. En í ljós kom að þetta er allt annar maður, sirka tíu árum yngri. Hann heitir Gabriel Hogan og er kanadískur. En sjáið sjálf hversu líkir þeir eru. Meira að segja sami sveigur á hárinu. Elwes er til vinstri og Hogan til hægri:

 

http://webspace.webring.com/people/cp/plumcastle/CaryElwesAddictedtoFollmersite.jpg  http://www.northernstars.ca/actorsghi/Media/hogan_gabriel_250_02.jpg
 
En talandi um Princess Bride. Þegar þættirnir Criminal Minds byrjuðu gat ég aldrei horft á Gideon án þess að hugsa: "Hello. My name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die."
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Princess Bride are alger perla. Cary Elwes var góður þar og svo sem Hrói höttur í "Men in tights" . . . en hef lítið séð af honum síðan. Mandy Patinkin (Inigo Montoya, agent Gideon) hefur hins vegar verið í uppáhaldi allar götur síðan. Leitaðu á YouTube að honum að syngja t.d. "Cat´s in the cradle" og "Children will listen" . . .

Ómar G (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir ábendinguna. Hlustaði á þetta og það er rétt...hann er alveg frábær þarna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.5.2010 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband