Námsstyrkur

Í dag fékk ég góðar fréttir. Fjárhagnum fyrir næsta ár er borgið. Ég var að fá að vita að ég mun fá svokallaðan Berthier námsstyrk, og þar að auki UGF, sem er námsstyrkur veittur af UBC, samanlagt 16.000 kanadískir dollarar. Það er bæði gott að vita að fjármálunum er borgið fyrir næsta ár en þetta þýðir líka að ég þarf ekki að vera aðstoðarkennari. Maður lærir auðvitað heilmikið á því, en það tekur líka ógurlegan tíma að fara yfir endalaus verkefni og próf, og tekur mikinn tíma frá eigin lærdómi. Það að ég fékk þennan styrk gerir það að verkum að ég get einbeitt mér að minni vinnu og ætti því að geta skrifað lokaritgerðina á styttri tíma en ella. Sem sagt, frábærar fréttir. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þetta!

Kveðja,
Jóhanna Snorrad.

Jóhanna St. Snorradóttir (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband