Hlynsíróps smoothie með bláberjum - æðislegt

Um daginn keypti ég hlynsírópsjógurt. Var ekki búin að smakka það en vantaði eitthvað í léttan hádegisverð í dag áður en ég fer í fótbolta. Svo ég blandaði saman banana, frosnum bláberjum, appelsínusafa og svolitlu af þessu hlynsírópsjógúrti og bjó til indælis smoothie. Vá, ekkert smá frábær blanda. Og hlynsírópsjógúrtið gerir gæfumuninn. Það er ábyggilega ekki hægt að fá svoleiðis á Íslandi því það er bara í Kanada sem hægt er að fá hér um bil allt með hlynsírópi, en kannski er hægt aðnota í staðinn smá hreint jógúrt og svo um eina skeið af hlynsírópi. Það þýðir auðvitað auka sykur en er vel þess virði. Prófa nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hljómar vel. 

Marinó Már Marinósson, 10.5.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta verður maður að prufa.

Bestu kveðjur frá austur ströndinni / Jenni

Jens Sigurjónsson, 11.5.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband