Google Map og Stóri bróðir

Fyrst þegar Google Map kom út var ég yfir mig hrifin. Hægt var að finna bestu leiðir á milli staða, sjá nákvæmlega hvar einhver staður er, o.s.frv. Og eftir að gervihnattamyndirnar komu gat maður meira að segja séð staði og hús. Þegar ég var með Martin eyddum við miklum tíma á tölvunum enda hann í Ottawa og ég í Vancouver. Stundum sátum við með Google Map opið og sýndum hvort öðru staði sem skiptu okkur máli, hvar foreldrar okkar bjuggu, hvar við höfðum búið áður o.s.frv. Þetta var stórskemmtilegt.

En nú finnst manni eiginlega nóg komið. Það eru komnar mjög ítarlegar myndir svo hægt er að sjá alvöru ljósmyndir af stöðum. Þegar ég slæ heimilisfangið mitt inn í Google Map kemur upp mynd af húsinu og meira að segja bílnum mínum fyrir framan. Maður getur svo dregið myndina til og séð frá mismunandi hliðum. Ég verð að segja að þetta er eiginlega hálf krípí. 

Ég ræddi þetta í morgun við einn kennara minn. Við vorum að tala um hræðsluna í 1984 þar sem rætt var um Stóra bróður og um það hvernig við erum öll í raun vöktuð. Þá voru allir skíthræddir um persónunjósnir og umhugað um persónuvernd, en nú setjum við allt sjálfviljug inn á Facebook og Linkedin og hvað þau heita nú öll þessi forrit og getum komist að hérum bil öllu um náungann. Og svo er hægt að sjá hvar fólk býr án þess að fara út úr eigin kjallara. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sem betur fer eru þetta einungis ljósmyndir, -ennþá, en hver veit hvenær tæknin nær því að hafa þetta í rauntíma. Hugsanlega fyrr en seinna.

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, hvernig heldurðu að það verði ef þeir fara að vera með vídeóvélar alls staðar. Það gæti ábyggilega komiði í veg fyrir glæpi og leyst önnur glæpamál, en samt... Mér létti reyndar aðeins þegar ég tók eftir að bíllinn minn á myndinni er ekki með Canucks fánann sem er á bílnum eins og er, þannig að myndin var alla vega ekki tekin síðustu þrjár vikurnar, en annað hvort var myndin tekin rétt fyrir það eða þá síðasta sumar því allt er í blóma fyrir framan húsið, sem var það ekki fyrir t.d. tveim mánuðum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2010 kl. 22:13

3 identicon

Ég skoðaði einhverntíma á Google Maps hvernig þetta virkaði hjá þeim en þá kom í ljós að þetta tekur yfirleitt allavega 6 mánuði (að mig minnir) því þetta fer í gegnum heillangt ferli áður en þetta birtist á netinu.

Í þessu ferli fer tölva t.d. yfir allar myndirnar og gerir andlit og bílnúmer óskýr.  En eflaust geyma þeir upprunalegu myndirnar hjá sér samt og geta notað þær eins og þeir vilja.

Eins og er eru þetta bara bílar sem keyra í gegnum allar þessar götur og taka myndir.  Það þarf eflaust einhverja mikið flóknari tækni til þess að hafa alltaf nýjar myndir... en það breytist svosem margt fljótt í tækninni.

Ekki hefði maður t.d. getað ímyndað sér internetið og allt sem því fylgir fyrir svona 20 árum... en þá var ég líka bara sjö ára. :)

Andri (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband