Nýir nágrannar væntanlegir

Klikkaða kerlingin fyrir neðan mig er að flytja. Jibbí, ég þyrfti að halda partý. Þá mun hún hætta að gera mig taugaveiklaða með undarlegum ásökunum. Gallinn er að maður veit ekkert hvernig fólk kemur í staðinn. Kannski einhverjir ennþá klikkaðri. Eða partýgengi sem spilar tónlist fram undir morgun. Eða hjón sem rífast daginn út og inn. Ég hef prófað allt.

En kannski er ég heppin og fæ góða og notalega granna sem ekkert heyrist í. Alison í kjallaranum hringdi í eigendurna til að hlera eftir því hverjir flyttu inn, og svo lítur út fyrir að líklegustu grannarnir séu eldri hjón - karlinn kennari sem kominn er á eftirlaun. Það hljómar ekki illa.

Dagurinn var annars notalegur. Þegar ég vaknaði beið mín bréf í tölvupóstinum sem ég hafði verið að bíða eftir og sem kætti mig ógurlega. Ég tók svo morgninum rólega, las blaðið og borðaði góðan morgunverð. Tók svo skólabækur, samloku og te í brúsa og labbaði niður á strönd. Lá þar og las í tvo tíma þar til þykknaði yfir og rigning var yfirvofandi. Labbaði heim með viðkomu á Tim Hortons þar sem ég fékk mér Timbits (apple fritter og duchie) og las aðeins meir. Fór loksins heim og þvoði þvott, bjó til undarlega pizzu og horfði á lokin á einhverri mynd sem ég hafði tekið upp fyrir nokkrum dögum. Á eftir ætla ég í göngutúr með Rosemary og svo heim til hennar í kaffi. Já, fínasti sunnudagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra fyrir nýjum nágrönnum! Jafnvel þótt þessi nýju geti líka verið klikkaðir, þá eru þeir amk öðruvísi klikkaðir en hún vinkona þín!

Gaman annars alltaf að lesa hvað þú ert að skottast, aumingja tölvupósturinn páll reyndar að þurfa að vinna yfirvinnu á sunnudögum, en þegar hann færir góðar fréttir er hann sjálfsagt glaður...þú hefur vonandi boðið honum uppá cookies og svona...við heyrumst kannski bráðlega!

Rut (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Pósturinn fékk reyndar bara klapp á kinn því þetta var svo snemma morguns en næst fær hann kannski heimabakaðar smákökur. Já, heyrumst bráðlega.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.5.2010 kl. 17:23

3 identicon

Ég átti nú bara við svona tölvucookies fyrir tölvupóstin pál sem skottaðist með póstinn til þín eldsnemma á sunnudagsmorgni! En heimabakað hljómar vel...kannski maður kíki í kaffi!

Rut (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 19:24

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mörgum öðrum landsmönnum hefur þótt það sérlega "akureyriskt" að leyfa sér mikið að fjölyrða um skít eða klof upphátt, eins og þú gerir hérna að ofan fröken Kristín. (og eru auðvitað hleykslaðir á slíku tali með meiru) Við Eyjafjarðarpakkið höfum líka fengið þá kenningu á okkur að vera "lokaðir" og lítt aðlaðandi til skjótra kynna eða lítt hrifnir af slíkum kynnum? (veit þó ekki hvort "Skyndikynni" falla þarna undir?!) nema hvað að eitthvað hlýtur að vera bogið við þessa "lokun" allavega hvað varðar ykkur vinkonurnar´og í því tilliti að þið eruð einkar opinskáar og duglegar við að spjalla svona saman fyrir já, allra augum!Þurfið þess þó ekkert ef marka má þetta spjall að ofan.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Maggi minn, eitthvað hlýtur þú að misskilja spjall okkar Rutar hér að ofan því það er ekkert þar sem bendir til þess að við séum að spjalla um eitthvað viðkvæmt. Þú manst að Pósturinn Páll var brúðukarakter í breskum sjónvarpsþætti. Við erum að tala um að ég hafi fengið ánægjulegan tölvupóst á sunnudagsmorgni og Rut nefnir því Tölvupóstinn Pál sem er auðvitað tilvísun í áðurnefnda brúðu. Hafir þú lesið skyndikynni út úr þessu þá er það mjög fjarri lagi. Legg slík ekki í vana minn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2010 kl. 21:00

6 identicon

Guð hvað ég skemmti mér við að ímynda mér hvað þú hefur lesið á milli línanna Maggi :)

Rut (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband