Vatnaskrímsli finnst í Kanada

Hundur dró undarlega skepnu á land úr læk í Ontario í Kanada fyrir nokkru. Skepnan sem líkist vörtusvíni í framan en hefur rófu eins og rotta og skrokk eins og otur var dauð þegar hundurinn fann hana. Eigendur hundsins, aðkomu hjúkrunarkonur í fjallgöngu, tóku myndir af hræinu en létu það að öðru leyti eiga sig því þær töldu að þetta væri dýr sem algengt væri á svæðinu. Svo var hins vegar ekki og þegar þær uppgötvuðu að þarna var eitthvað sérstakt á ferð og ruku á svæðið til að finna dýrið var hræið horfið. Myndirnar eru því eina sönnunargagnið. Enginn veit hvaða dýr þetta var og vilja sumir meina að um sé að ræða skepnu eins og Loch Ness skrímslið í Skotlandi eða Ogopogo, vatnaskrímslið hér í Bresku Kólumbíu. En þessi skepna er augljóslega mun minni en hinar sögulegu frænkur þess. 

Gamall indjáni hefur sagt frá því að hann hafi heyrt sögur af vatnadýri þarna á svæðinu sem kallað var 'the ugly one', eða 'sá ljóti'. Margir eldri indjánar telja komu dýrsins nú vera illan fyrirboða.

 

A bizarre creature is said to have been dragged from a lake in Canada

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Photoshop?

Rut (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 06:55

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Alltaf mögulegt en ég held ekki. Það hafa af og til fundist skepnur sem engu líkjast. Líklega er um einhverja vanskapningu að ræða. Sérfræðingar í Kanada sem hafa séð myndirnar af kanadaskrímslun giska á að þetta sé otur sem sé svona vanskapaður. Nei, ég held að myndirnar séu taldar ófalsaður, en maður veit auðvitað aldrei.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2010 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband