Fótbolti og aftur fótbolti

Eftir Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra hef ég einbeitt mér af tvennu: Doktorsritgerðinni minni og því að komast í gott líkamlegt form. Ég hafði bætt allt of miklu á mig mánuðina fyrir leika því vinnuálagið jókst og lítill tími fyrir íþróttir.

En undanfarna tvo mánuði hef ég bætt úr þessu. Ég spila vanalega fótbolta þrisvar í viku og hokkí, eða bandí eins og það var kallað heima, einu sinni í viku. Auk þess reyni ég að hjóla, synda, hlaupa eða ganga alla daga. Nei, ekki allt alla daga...eitthvað af þessu fernu. Og þegar veðrið er slæmt tek ég fram wii-ið og boxa. Fyrir utan það hef ég reynt að borða skynsamlega undanfarnar vikur og fyrir vikið náð að léttast um ein þrjú kíló. Ég þarf að losna við fleiri, helst fimm í viðbót...alla vega.

Ég reyni að stunda íþróttir sem eru skemmtilegar svo ég haldi mig við efnið. Það er gengur aldrei til lengdar að stunda eitthvað sem manni leiðist. Ef maður þarf að draga á sér rassinn í leikfimi t.d. þá endist það aldrei lengi. En fótboltinn og hokkíið eru alltaf skemmtilegt og hitt geri ég þegar þannig liggur á mér. Stundum er ég í hjólreiðaskapi, stundum í gönguskapi o.s.frv. 

Ég er búin að spila með Vancouver Presto í næstum því sjö ár. Liðið var stofnað 2003, sama ár og ég flutti til Vancouver, og þær voru búnar að spila þrjá eða fjóra leiki þegar ég gekk í liðið. Við erum aðeins fjórar eftir af upphaflega liðinu. Kannski ekki skrítið þegar tekið er til greina að þetta eru almennt konur á barneignaaldri og konur sem eru að reyna að koma sér áfram á atvinnumarkaðnum. Þannig að það saxast úr liðinu. En aðrar koma í staðinn. 

Við höfum spilað fjóra leiki af sumarvertíðinni. Unnum einn, gerðum eitt jafntefli og töpuðum tveim leikjum. Ég skoraði ekki fyrr en í fjórða leik. Veit ekki af hverju það tók mig svo langan tíma. En þegar ég loks skoraði skoraði ég tvö mörk í 2-1 sigri. Leikurinn var um margt merkilegur. Ekki bara það að við unnum loks heldur vegna ónefndrar konu sem hefur vist viðurnefið Tankurinn. Við höfðum heyrt af henni, að það væri stelpa í liðinu með þetta viðurnefni, og þegar við mættum á völlinn giskuðum við á að Tankurinn væri einn þreknari kvennanna. Það reyndist ekki rétt. Tankurinn var lítill og nettur en gafst aldrei upp og hreinlega hljóp okkur um koll...eins og tankur. Við höfðum hlegið af þessu nafni fyrirfram og einhver stelpnanna í liðinnu sagði að henni þætti gaman að sjá Tankinn hlaupa á Vegginn. Vörnin er stundum þétt og spilar vel...af og til. Vörnin okkar var sem sagt Veggurinn. Við fengum svo að sjá hvað gerðist þegar Tankurinn hlaup á Vegginn. Einhver úr hinu liðinu sendi háan bolta inn á okkar vallarhelming og Kirsten, aftasti varnarmaður okkar og Tankurinn reyndu báðar að skalla boltann. Það fór ekki betur svo en Kirsten kom út úr þeirri baráttu með blæðandi höfðu og Tankurinn með brotið nef. Þá vitum við hvað gerist þegar Tankur mætir Veggi!

Á morgun spilum við á móti neðsta liðinu í deildinni og við verðum að vinna svo við getum mjakast hærra í stigatöflunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband