Brúðkaupsafmæli

Í dag, fimmta júní, eru liðin fimmtíu ár frá því uppáhaldsfólkið mitt gifti sig. Ég öfunda þau mikið að hafa nú þegar fengið að eyða fimmtíu árum með manneskjunni sem þau elska. Og ég vona að þau eigi eftir að vera saman mörg mörg ár í viðbót. Ef ég á að vera eins heppin þarf ég að ná mér í karl eins fljótt og hægt er og svo þurfum við bæði að ná hárri elli. Held að mamma og pabbi hafi gert þetta rétt. Þau kynntust um tvítugt.

Elsku mamma og pabbi. Innilega til hamingju með daginn!

kolla_joi.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með foreldrana. Fimmtíu ár eru langur tími...og þau bera aldurinn svo vel :) Synd að þú ert ekki með þeim að fagna í dag!

Rut (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:55

2 identicon

Innilega til hamingju með þau Kristín! Í dag er svo sjómannadagurinn og sömuleiðis afmælisdagur ÞÓRS, félagið ekkert minna en 95 ára í dag!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 16:42

3 identicon

Vá, þau hafa aldeilis valið daginn, afmæli þórs og sjómannadagur...getur ekki verið tilviljun!

Rut (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 07:30

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah, ekki alveg eins passlegt og það lítur út fyrir að vera. Taktu eftir að ég nefndi brúðkaupsdaginn sem fimmta júní, sem var á laugardaginn. Ég skrifaði færsluna tiltölulega seint þann dag þannig að þið Evrópubúar sáuð hana ekki fyrr en sjötta júní sem var einmitt afmælisdagur Þórs og sjómannadagur. Sama helgi en tveir mismunandi dagar. Annars héldu þau upp á brúðkaupsafmælið á sunnudaginn en ekki laugardaginn svo bróðir minn gæti verið þar þannig að þetta varð heilmikill dagur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.6.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband