Kalkúnabeikon en ekki kalkúnn og beikon
11.6.2010 | 00:20
Þegar ég las þessa frétt velti ég því fyrir mér hvort Courtney Cox vissi ekki hvað Cobb salat er, því hún á að hafa sagt:
Það var þó raunverulega ekki Cobb salat því Jennifer bætti ýmsu við svo sem beikoni, baunum og kalkún. Hún er einstaklega góður kokkur enda borðuðum við þetta góða salat daglega í 10 ár. sagði Cortney.
Jennifer hefur ekki getað hafa bætt við beikoni því beikon hefur verið í öllum þeim Cobb salötum sem ég hef borðað um ævina og var í upphaflegu uppskriftinni. Einnig eru notaðar gular baunir í Cobb salati. Svo ég ákvað að athuga upphaflegu fréttina til að sjá hvað Courtney sagði raunverulega. Ég fann þetta:
Jennifer and Lisa [Kudrow] and I ate lunch together every single day for 10 years. We always had the same thing a Cobb salad. But it wasnt really a Cobb salad. It was a Cobb salad that Jennifer doctored up with turkey bacon and garbanzo beans and I dont know what. She has a way with food, which really helps, the 45-year-old actress says in the interview cited by People.
Ah, hér koma mistökin í ljós. Í íslensku fréttinni segir að hún hafi bætt við beikoni, baunum og kalkúni, en það sem Courtney sagði raunverulega var að Jennifer hefði notað kalkúnabeikon í stað venjulegs beikons, og baunirnar voru garbanzo baunir í stað gulra bauna. Hún bætti sem sagt engu við salatið heldur breytti svolítið til. Ekki það að það skipti máli en stundum eru þýddar fréttir ekki mjög nákvæmar.
Margir halda að það sé samasemmerkig á milli salats og megrunarfæðis en það er alls ekki alltaf svo. Cobb salat hefur t.d. beikon, kjúkling, avokadó, gráðost (eða svipaðan ost) og egg sem allt hefur tiltölulega margar hitaeiningar, auk dressing og ýmis annars góðgæti. Ég myndi giska á að skammturinn af Cobb salati hafi aldrei minna en 400 hitaeiningar og fari allt upp í 800 hitaeiningar, eftir því hver hlutföllin eru. Kannski það sé þess vegna sem Aniston skipti beikoni út fyrir kalkúnabeikon.
Jennifer Aniston borðaði sama hádegismatinn í 10 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fín ábending sem leiðir vonandi til bættra vinnubragða ... eða kemur í veg fyrir að þau versni. Þarna hefur blaðamaðurinn verið að stytta sér leið í stað þess að afla sér almennilegra upplýsinga. Það má ekki í blaðamennsku, sama þótt um smávægileg mál sé að ræða. Rétt skal vera rétt.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 00:42
Athugaðu að það var ekki Courtney Cox heldur Lisa Kudrow sem borðaði með henni!
Inga (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 13:40
Nei Inga, það er Courtney sem er í viðtalinu. Það er Courtney sem er að lýsa því hvernig hún, Jennifer OG Lisa Kudrow borðuðu saman á hverjum degi. Það er þess vegna sem segir: "Jennifer, Lisa (Kudrow) and I...'
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.6.2010 kl. 16:20
Maður rekst á svona misskilningar daglega.. Dáldið fyndið að ég var einmitt í dag var ég að horfa á mynd þar sem systkini sem voru með eftirnafnið North var þýtt í textanum þannig þeir voru Norðurkrakkarnir.. Virkilega truflandi
Karolina (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.